Krefjumst að mannréttinda sé gætt í baráttunni við loftslagsvána fyrir Madagaskar

Fólkið í Madagaskar þarfnast verndar vegna afleiðinga loftslagsbreytinga sem birtast nú sem miklir þurrkar þar í landi.

Madagaskar er á meðal þeirra landa sem eru hvað allra viðkvæmust fyrir loftslagsvánni. Nú vara verstu þurrkar í mannaminnum á suðurhluta eyjunnar. Hungur og vannæring eykst og fleiri en 1 milljón einstaklinga eru nú á barmi hungursneyðar þar í landi. Einnig hefur aðgangur að hreinu vatni og hreinlæti minnkað.

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Ástandið í Madagaskar sýnir að loftslagsvá hefur nú þegar valdið miklum þjáningum og dauðsföllum. Loftslagsbreytingarnar skerða getu einstaklinga til að njóta mannréttinda. Réttur þeirra til lífs, heilsu og heilnæms umhverfis er skertur.

Amnesty Internati­onal hvetur alþjóða­sam­fé­lagið til að grípa strax til aðgerða og vernda fólk í löndum eins og Madaga­skar sem eru nú þegar að finna fyrir afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga.

Krefjumst þess að leiðtogar heims, sérstaklega þeirra ríkja sem bera mesta ábyrgð á loftslagsbreytingum og stjórnvöld í Madagaskar grípi til aðgerða og verndi réttindi einstaklinga í Madagaskar.