Bangladess: Unglingsstúlka í haldi vegna færslu á Facebook

Færslan sem um ræðir innihélt ljósmynd af konu sem var með Kóraninn milli læranna. Faðir Dipti hafði áhyggjur af færslunni og fór því með fjölskyldu sína á lögreglustöðina til að fá lausn í málinu. Þegar þangað var komið sáu þau um 100 klerka samankomna sem vildu höfða mál gegn Dipti.

Fjölskylda hennar bað múslímska samfélagið afsökunar á staðnum og skilaði líka inn skriflegri afsökunarbeiðni á lögreglustöðina. Afsökunarbeiðnin fyrir utan lögreglustöðina var tekin upp af nokkrum einstaklingum sem streymdu henni á Facebook. Síðar um kvöldið var ráðist að heimili þeirra. 

Faðir Dipti óttaðist fleiri árásir og reyndi því að senda dóttur sína í burtu til ættingja sinna. Dipti var stöðvuð á lestarstöðinni og nokkrir einstaklingar fóru með hana aftur á lögreglustöðina. 

Í skýrslu Amnesty International frá júlí 2021 er greint frá fjölda mannréttindabrota framin af löggæslumönnum í Bangladess undir því yfirskini að um sé að ræða falsfréttir og ærumeiðandi eða móðgandi efni á netinu.

Sms-félagar krefjast þess að stjórnvöld í Bangladess breyti lögum um netöryggi og virði tjáningarfrelsið. Að auki er þess krafist að Dipti verði leyst úr haldi strax!