Taktu þátt í Þitt nafn bjargar lífi á skrifstofu Amnesty

Þriðjudaginn 10. desember býður Íslandsdeild Amnesty International félaga og gesti velkomna á skrifstofu deildarinnar í Þingholtsstræti 27 til þátttöku í Þitt nafn bjargar lífi.

Íslandsdeildin tekur árlega þátt í alþjóðlegri herferð samtakanna sem gengur nú undir kjörorðinu, Þitt nafn bjargar lífi. Herferðinni er ætlað að styðja við þolendur grófra mannréttindabrota víðs vegar um heim með söfnun undirskrifta á bréf til stjórnvalda þar þau eru krafin úrbóta. Málin sem tekin eru fyrir í ár eru tíu talsins og varða öll ungt fólk undir 25 ára sem eru þolendur mannréttindabrota.

Hægt verður að kynna sér málin og skrifa bréf eða skrifa undir bréf til vald­hafa sem geta haft áhrif og gert breyt­ingar. Einnig er hægt að skrifa þolendum og/eða aðstand­endum stuðn­ingskveðju.

Það verður heitt á könnunni milli kl. 15-18 og léttar jólaveitingar á borðum.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Frá viðburði á skrifstofu árið 2018