Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International 2019

Aðalfundur Amnesty International verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 21,mars 2019 kl. 20:00 í húsnæði deildarinnar, Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík, 3. hæð.

Á fundinum verður að venju kosið í stjórn deildarinnar. Þetta árið er kosið í þrjár lausar stöður, auk stöðu formanns sem kosinn er árlega.

Íslandsdeild Amnesty International hvetur félagsmenn sem hafa brennandi áhuga á mannréttindum til að bjóða sig fram.

Dagskrá kvöldsins:

– Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

– Skýrsla stjórnar um fjárhag samtakanna og fjárhagsáætlun

– Ársreikningar lagðir fram

– Kosning stjórnar og félagskjörinna skoðunarmanna

– Ákvörðun um upphæð árgjalds

– Mögulegar lagabreytingar

– Önnur mál