Þann 8. febrúar var Luis Alberto González López hótað og gert að yfirgefa heimili sitt í borginni Barrancabermeja innan 72 tíma. Að öðrum kosti yrði hann skotmark vopnaða hópsins ELN. Luis er varaforseti FEDEPESAN, náttúruverndarsamtaka á Magdalena Medio- svæðinu í miðhluta Kólumbíu. Frá því í september 2020 hafa vopnaðir hópar sent ógnandi skilaboð til meðlima samtakanna.
Samtökin hafa lagt fram opinberar kvartanir vegna mengunar í vatninu Ciénaga San Silvestre sem er drykkjarvatn fyrir 300 þúsund íbúa á svæðinu.
Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!
Vegna starfa sinna hafa meðlimir FEDEPESAN meðal annars fengið fjölda morðhótana, þeim verið veitt eftirför og skotið hefur verið á þá.
Kólumbía er talið hættulegasta land í heimi fyrir þá sem vernda land sitt og umhverfi. Baráttufólk hættir lífi sínu á hverjum degi til að vernda umhverfi sitt og fjölskyldur þess eru einnig í hættu.
SMS-félagar krefjast þess að kólumbísk stjórnvöld verndi meðlimi samtakanna.
