El Salvador: Aðgerðasinni á í hættu að verða pyndaður

Aðgerðasinninn Fidel Zavala var handtekinn í febrúar 2025 og færður í Mariona fangelsið í El Salvador þann 2. apríl. Hann er í haldi fangavarða sem hann hefur áður fordæmt opinberlega vegna pyndinga og annarrar illrar meðferðar á fólki í haldi, sem setur líf hans í hættu.

Frá því að hann var handtekinn fyrir meinta „aðild að ólöglegum hópi”hefur hann verið ákærður tvisvar sinnum, í bæði skiptin fyrir meint fjársvik. Fidel er talsmaður félagasamtakanna Unidad De Defensa De Derechos Humanos Y Comunitarios (UNIDEHC) sem veita lögfræðiaðstoð fólki sem greinir frá geðþóttavarðhaldi eða öðrum mannréttindabrotum í El Salvador. Hann hefur gegnt mikilvægu hlutverki í að afhjúpa mannréttindabrot innan fangelsa í El Salvador.  

Handtaka Fidels átti sér stað eftir húsleit á skrifstofu UNIDEHC og handtöku yfir 20 leiðtoga samfélagsins „La Floresta. UNIDEHC hefur veitt samfélaginu „La Foresta” lögfræðiaðstoð í baráttu sinni fyrir land- og svæðisréttum í kjölfar brottvísunarhótana.  

Frá því að neyðarástandi var komið á í El Salvador árið 2022 hafa geðþóttavarðhöld, kerfisbundnar pyndingar í fangelsum og dauðsföll í haldi einkennt aðgerðir yfirvalda. Núverandi ástand í El Salvador sýnir óhugnanlega aukningu þöggunartilburða gegn gagnrýnisröddum og gegndarlausa aðför að borgaralegu rými, sem stofnar starfi mannréttindafrömuða í hættu og viðleitni þeirra til að byggja upp réttlátt og aðgengilegt samfélag.

SMS-félagar hvetja yfirvöld til að tryggja líkamlega og sálræna velferð Fidels og allra leiðtoga samfélagsins og vernda rétt þeirra til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 

Fidel Antonio Zavala