Blaðamaðurinn Hamid Farhadi starfar fyrir sjálfstætt dagblað sem er starfrækt í útlegð. Hann var handtekinn af yfirvöldum 3. september 2024 og dæmdur í tveggja ára fangelsi19. september án verjanda.
Hann var ásakaður um að dreifa áróðri með greinum sínum um stöðu kvenna og stúlkna í landinu. Fjölskylda hans má einungis heimsækja hann einu sinni á mánuði, í hálftíma í senn.
SMS-félagar krefjast þess að Hamid Farhadi verði umsvifalaust leystur úr haldi án skilyrða þar sem hann er í haldi fyrir það eitt að nýta mannréttindi sín friðsamlega.
