dauðarefsingin árið 2024
Tölur og staðreyndir
Aukning aftaka
1.518 aftökur í 15 löndum árið 2024 sem er 32% aukning frá árinu 2023 (1.153) en inn í þessum tölum eru ekki Kína, Norður-Kórea og Víetnam.
Kína framkvæmir flestar aftökur á heimsvísu. Tölur eru ríkisleyndarmál en talið er að þær skipti þúsundum.
Víetnam og Norður-Kóreu. Engar tölur þaðan en talið er að þar séu fjölmargar aftökur.
Þetta eru mesti fjöldi aftaka í heiminum síðan árið 2015.
Flestar aftökur eftir löndum

Skýrsla Amnesty International
Dauðarefsingin árið 2024
á ensku
Brot á alþjóðalögum
637 ólögmætar aftökur fóru fram á árinu fyrir vímuefnatengd brot sem er 42% allra aftaka á heimsvísu. Þessar aftökur fóru fram í Kína, Íran, (52% af heildarfjölda aftaka á árinu), Sádi-Arabíu (122 – sem er 35 % allra aftaka) og Singapúr (8 og 89% allra aftaka). Víetnam er talið hafa framkvæmt slíkar aftökur en upplýsingar eru ekki aðgengilegar.
8 einstaklingar voru teknir af lífi sem voru undir 18 ára aldri þegar brotið var framið. 4 aftökur í Íran og 4 í Sómalíu.
8 opinberar aftökur voru skráðar á árinu. 4 í Afganistan og 4 í Íran.
Aðferðir við aftökur

Dauðadómar á heimsvísu
Þrjú lönd beittu dauðarefsingunni á ný eftir hlé: Suður-Súdan, Súdan og Úganda.
Níu fangar sem voru dæmdir til dauða voru hreinsaðir af sök í þremur löndum: Japan (1), Malasíu (5) og Bandaríkjunum. (3)
18 lönd náðuðu einstaklinga dæmda til dauða eða milduðu dauðadóma samkvæmt gögnum Amnesty International.
Dauðadómar kveðnir upp

Afnám dauðarefsingarinnar
113 lönd hafa afnumið hana að fullu í lok árs 2024.
145 lönd hafa afnumið hana í lögum eða framkvæmd í lok árs 2024.
Í fyrsta sinn kusu tveir þriðju ríkja Sameinuðu þjóðanna með ályktun um stöðvun dauðarefsingarinnar á allsherjarþinginu.

Beiting dauðarefsingar eftir heimshlutum
Asía og Kyrrahafið
Enn og aftur var mesti fjöldi aftaka á þessu svæði í heiminum. 843 dauðadómar kveðnir upp á árinu 2024.
Aftökur í fimm löndum (einu færri en árið 2023):
- Afganistan
- Kína
- Norður-Kóreu
- Singapúr
- Víetnam
Jákvætt:
- Engar aftökur áttu sér stað í Bangladess sem er í fyrsta sinn frá árinu 2018.
- Rúmlega 1000 dauðadómar mildaðir í Malasíu.
Evrópa og Mið-Asía
Belarús var eina landið í Evrópu til að beita dauðarefsingunni. Einn dauðadómur kveðinn upp árið 2024 en rúmum mánuði síðar var einstaklingurinn náðaður.
Í Rússlandi og Tadsíkistan var áframhaldandi aftökuhlé.
Mið-Austurlönd og Norður-Afríka
34% aukning aftaka milli ára.
- 1.073 árið 2023 og 1.442 árið 2024.
- 369 fleiri einstaklingar teknir af lífi árið 2024 en árið 2023.
Átta lönd framkvæmdu aftökur árið 2024: Egyptaland, Íran, Írak, Kúveit, Óman, Sádi-Arabía, Sýrland og Jemen.
Íran, Írak og Sádi-Arabía framkvæmdu flestar aftökur á svæðinu árið 2024.
- 96% allra aftaka á svæðinu í þessum þremur löndum.
- Íran framkvæmdi 67% allra aftaka á svæðinu.
Tvöföldun aftaka í Jemen og fjórföldun í Írak í samanburði við árið 2023.
Óman hóf aftökur á ný. Síðast var aftaka árið 2021.
Jákvætt:
773 nýir dauðadómar kveðnir upp á árinu 2024 sem er 19% fækkun.
Afríka sunnan Sahara
Sómalía eina landið þar sem aftökur fóru fram en þar voru 34 aftökur skráðar.
Dauðadómar í 14 löndum.
Búrkína Fasó, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og Nígería tóku skref sem gætu leitt til útvíkkunar á beitingu dauðarefsingarinnar.
Jákvætt:
Simbabve og Sambía tóku jákvæð skref í átt að afnámi dauðarefsingarinnar og hafa skuldbundið sig til að afnema hana í samræmi við alþjóðalög.
Norður- og Suður-Ameríka
16. árið í röð voru Bandaríkin eina landið á þessu svæði sem tók fólk af lífi.
Mesti fjöldi aftaka frá árinu 2015 í Bandaríkjunum: 25 árið 2024 en 28 árið 2015.
Fjögur ríki Bandaríkjanna hófu aftökur á ný (Georgía, Indiana, Suður-Karólína og Utah). Alabama fylki þrefaldaði fjölda aftaka.
Trínidad og Tóbagó og Bandaríkin voru einu ríkin sem kváðu upp dauðadóma.





