Íran: Fangar í Tehran í hættu eftir árásir Ísraels

Hundruð fanga í Evin-fangelsinu í Tehran, þar á meðal einstaklingar í haldi að geðþótta, búa við grimmilegar og ómannlegar aðstæður.

Fjölmargir fangar voru færðir yfir í yfirfull fangelsi eftir að loftárásir Ísraels þann 23. júní eyðilögðu hluta af Evin-fangelsinu. Írönsk yfirvöld halda leyndum staðsetningu fjölda fanga og afdrifum þeirra sem staðsettir voru í ákveðnum álmum í Evin-fangelsinu. Það getur talist getur til þvingaðra mannshvarfa sem er brot á alþjóðalögum. Fangarnir eiga á hættu að sæta pyndingum og annarri illri meðferð.  

SMS-félagar krefjast þess að fangar í haldi að geðþótta verði leystir úr haldi ásamt því að upplýst verði um staðsetningu þeirra sem voru í haldi í álmum 2A, 209, 240 and 241 í Evin-fangelsi þegar árásir Ísraels áttu sér stað 23. júní.