Vonarljósið til sölu í 10-11

Íslandsdeild Amnesty International hefur hafið sölu á Vonarljósinu, barmnælu með kennimerki samtakanna, kerti vafið í gaddavír.

Íslandsdeild Amnesty International hefur hafið sölu á Vonarljósinu, barmnælu með kennimerki samtakanna, kerti vafið í gaddavír. Peter Benenson, stofnandi mannréttindasamtakanna Amnesty International lét eitt sinn svo um mælt um kennimerki samtakanna:

„Kertið logar ekki fyrir okkur, heldur fyrir alla þá sem okkur tókst ekki að bjarga úr fangelsi, sem voru skotnir á leið í fangelsi, sem voru pyndaðir, rænt, sem ‚hurfu‛. Fyrir þá logar kertið.“
 
Vonarljósið er nú selt í verslunum 10-11 á höfuðborgarsvæðinu og er almenningur hvattur til að leggja lóð sitt á vogarskálar mannréttinda og kaupa merki samtakanna. Vonarljósið kostar 1.500 kr og rennur ágóðinn óskiptur til mannréttindastarfs samtakanna.