Vitneskja um pyndingar í Írak

Íslenskum yfirvöldum mátti vel vera kunnugt um ásakanir Amnesty International um pyndingar í Írak.

Íslandsdeild Amnesty International vill vekja athygli á þeim rannsóknum og skýrslum sem samtökin hafa gefið út um ástand mannréttinda í Írak frá innrás Banaríkjanna og Breta inn í landið í mars 2003. Í byrjun apríl sama ár fór fyrsta rannsóknarnefnd samtakanna til landsins og frá þeim tíma hafa samtökin fylgst náið með ástandi mannréttinda í landinu og gert niðurstöður allra rannsókna opinberar. Auk þess hafa félagar Amnesty International um allan heim fylgt skýrslum samtakanna eftir með aðgerðum sem beint hefur verið til hernámsstjórnarinnar og stjórnvalda í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Íslenskum yfirvöldum mátti vel vera kunnugt um ásakanir Amnesty International um pyndingar í Írak. Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International skrifaði m.a. bréf dags. 23. febrúar 2004 til utanríkisráðherra Íslands og var afrit af því bréfi sent öllum þingflokksformönnum. Tilefni bréfsins var fundur mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem haldinn var í Genf dagana 15. mars – 23.apríl s.l. Í bréfinu var fjallað um þau málefni sem Amnesty International lagði áherslu á að yrðu tekin fyrir á fundi nefndarinnar. Með bréfinu fylgdi ítarleg skýrsla og í henni er að finna kafla um áhyggjuefni Amnesty International vegna Írak.  Í kafla sem fjallar um pyndingar og illa meðferð í Írak segir orðrétt:
“Torture and ill-treatment by Coalition forces have been frequently reported.  Detainees held in tents suffered extreme heat and were given insufficient water.
Detainees have been routinely subjected to cruel, inhuman or degrading treatment during arrest and the first 24 hours of detention, including being restrained with plastic handcuffs causing unnecessary pain, being forced to lie face down on the ground, while handcuffed, hooded or blindfolded, and being denied water or food and access to a toilet.  AI has also reported allegations of torture and ill-treatment by US and UK troops during interrogation.  These include prolonged sleep deprivation; prolonged restraint in painful positions, sometimes combined with exposure to loud music; prolonged hooding; and exposure to bright lights.  Such treatment would amount to torture or inhuman treatment prohibited by the Fourth Geneva Convention and by international human rights law. Investigations into these allegations have been inadequate.”(2004 UN Commission on Human Rights, Mission: to promote and protect human rights.  AI,  IOR 41/001/2004 bls. 67-68)
Upplýsingar Amnesty International um ásakanir um pyndingar í Írak hafa legið fyrir í meira en ár. Samtökin hafa gefið út fjölmargar aðrar skýrslur þar sem fólk er sætt hefur pyndingum af hálfu bandarískra og breskra hermanna í Írak hefur lýst niðurlægjandi og ómannúðlegri meðferð.