Laus störf hjá Íslandsdeild Amnesty International

Amnesty International leitar eftir herferðarstarfsmönnum í sumar

Leitar eftir herferðarstarfsmönnum í félagaherferð.
Vilt þú leggja þitt lóð á vogarskál mannréttinda? Hefur þú áhuga á mannréttindum? Vilt þú starfa með öðru ungu og áhugasömu fólki á spennandi vinnustað?
Ert þú opin(n), jákvæð(ur) og áhugasöm/samur? Þá ert þú manneskjan sem að við leitum að!
Í starfi þínu sem herferðarstarfsmaður kemur þú fram fyrir hönd Amnesty International úti á götum, aflar nýrra félaga; þú vinnur minnst 3 daga í viku.
 
Á móti bjóðum við þér:

Fræðslu um mannréttindi og samskipti
Innsýn í starf alþjóðlegra félagasamtaka
Skemmtilegt vinnuumhverfi og góða starfsfélaga
Sveigjanlegan vinnutíma – 15-28 tíma á viku
Góð laun
 
Hafðu samband:
 
Amnesty International
amnesty@amnesty.is
 
Amnesty International miðar að heimi þar sem sérhver einstaklingur nýtur allra þeirra réttinda sem fólgin eru í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og öðrum mannréttindasáttmálum. Með það að markmiði sinnir Amnesty International rannsóknum og grípur til aðgerða í því skyni að hindra og stöðva alvarleg brot á mannréttindum, í samræmi við þann tilgang samtakanna að efla virðingu fyrir öllum mannréttindum.