Aðventusamkoma Amnesty International, í samvinnu við söfnuði á Héraði, verður haldin í Egilsstaðakirkju föstudaginn 10.des., kl.20,30
Alþjóðlegur mannréttindadagur Sameinuðu þjóðanna er 10. des. Fram koma m.a. Karlakórinn Drífandi,Kór Egilsstaðakirkju og Jón Kristjánsson ráðherra sem heldur stutta tölu um mannréttindamál. Aðgangseyrir er 1000 kr., en ókeypis er fyrir 12 ára og yngri. Allur ágóði rennur til mannréttindastarfs Amnesty. Ath.getum ekki tekið við kortum. Amnesty International
