Samkvæmt nýrri skýrslu, sem kemur út í dag, degi fyrir alþjóðlega kvennadaginn, gjalda konur sífellt hærri toll fyrir milljarða viðskipti, sem hættulega fáar reglur gilda um.
Milljarðaviðskipti sem gera konur að skotmarki
Ný skýrsla frá herferð Amnesty International gegn ofbeldi í garð kvenna og herferðinni ?Komum böndum á vopnin?: Amnesty International, Oxfam og IANSA (alþjóðlegum regnhlífarsamtökum, er berjast gegn misbeitingu smávopna)
Samkvæmt nýrri skýrslu, sem kemur út í dag, degi fyrir alþjóðlega kvennadaginn, gjalda konur sífellt hærri toll fyrir milljarða viðskipti, sem hættulega fáar reglur gilda um.
Áætlað er að um þessar mundir séu um 650 milljón smávopn í heiminum, sem flest eru í höndum karlmanna. Nærri 60% þeirra eru í eigu einstaklinga. Konur og stúlkur þjást beint og óbeint af völdum vopnaðs ofbeldis:
Árás með skotvopni er um 12 sinnum líklegri til að enda í dauða en árás með nokkru öðru vopni. Í Suður-Afríku er kona drepin með skotvopni af maka, eða fyrrum maka, á átján klukkustunda fresti að jafnaði;
Í Bandaríkjunum eykst hættan á að einhver á heimilinu verði myrtur um 41% ef byssa er á heimilinu; en hættan á að konur á heimilinu verði myrtar eykst um 272%;
Í Frakklandi og Suður-Afríku er þriðja hver eiginkona, sem myrt er af manni sínum, myrt með skotvopni; í Bandaríkjunum eru það tvær af hverjum þremur;
Manndráp innan fjölskyldunnar eru einn brotaflokkur þar sem konur eru líklegri en menn til að vera brotaþolar. Líklegast er að maki hennar eða karlkyns ættingi drepi hana;
?Konur eiga sérstaklega á hættu að verða fyrir ákveðnum tegundum glæpa vegna kynferðis síns ? glæpum eins og nauðgunum og heimilisofbeldi. Sé á það horft að konur kaupa næstum aldrei, eiga eða nota skotvopn, er ljóst að þær þola miklum mun meir vegna vopnaðs ofbeldis. Því er oft haldið fram að byssur séu nauðsynlegar til að vernda konur og heimili þeirra, en veruleikinn er allt annar. Konur vilja byssur úr lífi sínu? segir Denise Searle, talsmaður Amnesty International.
Skýrslan The impact of guns on women?s lives (áhrif skotvopna á líf kvenna) lýsir kringumstæðum á heimilinu, í samfélaginu, í vopnuðum átökum og í kjölfar þeirra, þegar konum eiga helst á hættu að verða fyrir vopnuðu ofbeldi. Skýrslan lýsir einnig fjölda ráðstafana, sem stjórnvöld víða um heim hafa gripið til í því skyni að takmarka byssueign. Oftar en ekki á þessi viðleitni stjórnvalda rót sína að rekja til baráttu kvenna gegn ofbeldi með skotvopnum.
Á tímabilinu frá 1995, þegar Kanada herti byssulöggjöf sína, til 2003, fækkaði morðum á konum um 40%,
Árið 2001, fimm árum eftir að byssulöggjöf var breytt í Ástralíu, hafði morðum á konum með skotvopnum fækkað um helming;
Brasilía hefur nýlega bannað byssueign einstaklinga undir 25 ára aldri af því að ungir menn og drengir fremja langflesta þeirra glæpa, sem unnir eru með skotvopnum.
?Nauðganir eru orðnar að vopni í stríði. Staðreyndin er að flestar konur og stúlkur eru áreittar á heimilum sínum, á ökrum sínum og í skólunum vegna kynferðis síns. Ef að konur fá ekki að taka virkan þátt í friðar- og uppbyggingarferlinu þá verður ekkert réttlæti, ekkert öryggi, og enginn friður,? sagði Anna MacDonald, talsmaður Oxfam í Bretlandi.
Skýrslan kemur fram með ýmis tilmæli, sem byggja á góðri reynslu víða um heim:
Byssuleyfis verði krafist fyrir alla, sem vilja eignast byssur, með ströngum ákvæðum, er útiloka alla sem hafa ítrekað gerst sekir um heimilisofbeldi;
Bann við ofbeldi gegn konum verði innleitt í hegningarlög og framfylgt, auk hæfilegrar refsingar brotamanna, og aðstoðar til handa þolendum.
Sérstaka þjálfun löggæslustofnana til að tryggja að þær virði mannréttindi kvenna að fullu og að þeir, sem geri það ekki, verði látnir svara til saka:
Jafnt aðgengi kvenna að öllum friðarumleitunum og afvopnunarviðræðum, til að tryggja árangursríka söfnun og eyðingu allra ólöglegra vopna og umframvopna;
Samþykkt vopnaviðskiptasáttmála, sem að myndi banna vopnaútflutning til þeirra, sem líklegir væru til að nota þau til að fremja ofbeldi gegn konum og önnur mannréttindabrot;
Bann við því að einstaklingar eigi árásarriffla, sem ætlaðir eru til hernaðarnota, nema í undantekningartilvikum, og þá ævinlega í samræmi við virðingu fyrir mannréttindum
?Það er greinileg þörf á því að þróa samfélög, þar sem menning er ekki grundvölluð á ofbeldi. Þetta þýðir aðrar fyrirmyndir, þar sem karlmennska er ekki lögð að jöfnu við vopnað ofbeldi, og kvenleiki er jafnað við aðgerðaleysi? sagði Judy Bassingthwaite, framkvæmdastjóri Gun Free South Africa, fyrir hönd IANSA.
Forsaga
Herferðin Komum böndum á vopnin var hleypt af stokkunum árið 2003 af hálfu Amnesty International, Oxfam og IANSA. Herferðin stefnir að því að draga úr vopnamagni í heiminum og misbeitingu þeirra og sannfæra stjórnvöld um nauðsyn þess að samþykkja bindandi alþjóðasamning um vopnaviðskipti.
Herferðin Endum ofbeldi gegn konum hófst í mars 2004. Mannréttindasamtökin Amnesty International standa fyrir herferðinni. Markmið herferðarinnar er að tryggja að samþykkt verði lög og reglugerðir sem að binda endi á mismunun og ofbeldi í garð kvenna.
