Jólakort Íslandsdeildar Amnesty International í ár prýðir málverk eftir Guðmundu Andrésdóttur, einn frumkvöðla afstrakt myndlistar á Íslandi, og félaga í Septem-hópi íslenskra myndlistarmanna.
Jólakort Íslandsdeildar Amnesty International í ár prýðir málverk eftir Guðmundu Andrésdóttur, einn frumkvöðla afstrakt myndlistar á Íslandi, og félaga í Septem-hópi íslenskra myndlistarmanna.
Verkið er nafnlaust, og var málað árið 1972. Hægt er að panta kort með því að senda tölvupóst á amnesty@amnesty.is, hringja á skrifstofu Íslandsdeildar Amnesty International, í síma 511 7900.
Kortin eru seld 10 í pakka og umslög eru innifalin. Sendingarkostnaður leggst ofan á verðið, ef senda á kortin til viðtakanda.
Fyrirtæki geta fengið kortin afgreidd óbrotin, sem auðveldar prentun sértexta.
