Á alþjóðlegum mannréttindadegi 10. desember efnir Íslandsdeild Amnesty International til aðventutónleika. Tónleikarnir verða haldnir í Neskirkju við Hagatorg og hefjast þeir kl. 20.00
Á alþjóðlegum mannréttindadegi 10. desember efnir Íslandsdeild Amnesty International til aðventutónleika. Tónleikarnir verða haldnir í Neskirkju við Hagatorg og hefjast þeir kl. 20.00
Á tónleikunum koma fram sellósveit hljóðfæraleikarara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt Ingibjörgu Guðjónsdóttur söngkonu, Tríó Björns Thoroddsen og tónlistarhópurinn Rinascente.
Tónleikar Amnesty International á mannréttindadaginn eru orðnir fastur liður á aðventunni og fólk sameinar stuðning við mikilvægt málefni góðri stund með fögrum tónum. Dagskrá tónleikanna er bæði glæsileg og fjölbreytt.
Miðaverð er kr. 1.500 og ágóðinn af tónleikunum rennur óskiptur til mannréttindastarfs Amnesty International.
Forsala aðgöngumiða er í Tónastöðinni Skipholti 50d, og á skrifstofu Amnesty International að Hafnarstræti 15, sími 5516940,
netfang amnesty@amnesty.is
Efnisskrá:
Tríó Björns Thoroddsen: Björn Thoroddsen gítar Jón Rafnsson bassi. Kristjana Stefánsdóttir söngur
Jólatónlist í sveiflukenndum útsetningum
Sellóhópurinn: Auður Ingvadóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Hrafnkell Orri Egilsson, Lovísa Fjeldsted, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Richard Talkowsky, Sigurður Bjarki Gunnarsson, Sigurgeir Agnarsson
Sópran: Ingibjörg Guðjónsdóttir
Snorri Sigfús Birgisson (1954- ) Vögguvísa Snorra (Þorfinnssonar)
Leonard Bernstein (1918-1990) María úr fyrsta þætti West Side Story
Heitor Villa-Lobos (1887 – 1959) Bachianas brasileiras No. 5 fyrir sópranrödd og sellóhóp,
Aría Cantilena höfundur texta Ruth V.Correa
Tónlistarhópurinn Rinacente
Hallveig Rúnarsdóttir Sópran
Jóhanna Halldórsdóttir Alt
Hrólfur Sæmundsson Baritón
Hildigunnur Halldórsdóttir Fiðla
Steingrímur Þórhallsson Orgel
Hugo Distler (1908 – 1942)
Sálmur 490 Við þökkum guði glaðir
J. S. Bach (1685 – 1750)
Schliesse mein Herze – Úr jólaoratoríunni
Liljulagið
Forn íslenskur sálmur – texti e. Eystein Ásgrímsson munk
Heinrich Schutz (1586 – 1672)
O bone Jesu
Hugo Distler (1908 – 1942)
Sálmur 89 – Sjá morgunstjarnan blikar blíð
