Námskeið fyrir félaga 14. janúar 2006

Skráningar á námskeiðið 14. janúar standa nú yfir. Enn eru laus sæti á námskeiðið og hvetjum við alla, sem áhuga hafa, og ekki hafa skráð sig nú þegar, til að hafa samband sem fyrst og tilkynna þátttöku sína.

Kæri Amnesty félagi,

Skráningar á námskeiðið 14. janúar standa nú yfir. Enn eru laus sæti á námskeiðið og hvetjum við alla, sem áhuga hafa, og ekki hafa skráð sig nú þegar, til að hafa samband sem fyrst og tilkynna þátttöku sína.
Námskeiðið hefst kl. 13 á Fosshótel Lind við Rauðarárstíg og stendur til kl. 18. Á námskeiðinu verður fjallað um sögu og uppbyggingu samtakanna, starfssvið og starfsleiðir, fjáröflun og annað sem viðkemur mannréttindastarfi Amnesty International.
Greint verður frá því aðgerðastarfi sem í boði er innan samtakanna. Námskeiðið er góður vettvangur til að hitta aðra Amnesty félaga og mynda tengsl félaga í milli. Amnesty félagar styðja við bakið á samtökunum á margvíslegan hátt, og framlag hvers og eins skiptir máli. Með því að taka þátt í námskeiðinu færð þú tækifæri til að kynnast betur starfseminni og þeim viðfangsefnum sem við stöndum frammi fyrir í baráttunni fyrir mannréttindum.
Til að geta undirbúið námskeiðið sem best biðjum við þig vinsamlega að hafa samband við okkur og tilkynna þátttöku þína. Þú getur haft samband með því að; senda okkur tölvupóst á:

netfangið tgj@amnesty.is
hringja á skrifstofu Amnesty International á Íslandi, í síma 551 6940 
 
Námskeiðið er ókeypis og opið öllum félögum í Amnesty International.
 
Bestu kveðjur,
 
Skrifstofan