Amnesty-bíó

Amnesty-bíó verður þriðjudaginn 25. apríl. Amnesty International sýnir heimildamyndina

Amnesty-bíó verður þriðjudaginn 25. apríl. Amnesty International sýnir heimildamyndina “Born slave” sem fjallar um þrælahald í Máritaníu. Þrælahald var afnumið með lögum í landinu árið 1981 en þrátt fyrir það viðgengst það enn. Myndin varpar ljósi á líf nokkurra einstaklinga sem tekist hefur að flýja frá húsbændum sínum, í myndinn er einnig fjallað um störf samtakanna ,,SOS slavery” sem vinna að því að afnema þrælahald í reynd.
Sýningin verður í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, á þriðju hæð. Hún hefst kl. 20.00 og tekur sýningin 50 mínútur. Myndin er með ensku tali og ótextuð. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Við hvetjum alla, félaga og aðra, að koma og fræðast um land sem lítið er í frétttum og um milljón íbúa þess lifa ófrjálsir.
Mansal og þrælahald er raunveruleiki sem fæstir vilja vita af. Gestum sýningarinnar gefst kostur á að skrifa bréf til yfirvalda sem stuðlað getur að aukinni vernd fyrir þá sem sæta mansali.