Íslandsdeild Amnesty International efndi til táknrænnar uppákomu þann 11. janúar kl. 17:00 á Lækjartorgi þar sem blöðrum var sleppt til að undirstrika kröfu Amnesty um að fangar í Gvantanamó verði látnir lausir eða þeir látnir sæta ákæru.
Íslandsdeild Amnesty International efndi til táknrænnar uppákomu þann 11. janúar kl. 17:00 á Lækjartorgi þar sem blöðrum var sleppt til að undirstrika kröfu Amnesty um að fangar í Gvantanamó verði látnir lausir eða þeir látnir sæta ákæru. Á annað hundrað manns mættu og sýndu samhug með föngunum sem þar er haldið í trássi við alþjóðlega mannréttindalöggjöf og krefjast lokunar búðanna.
Viðstaddir létu veðrið ekki hafa áhrif á sig
Blöðrum var sleppt við lok uppákomunnar
Síðar um kvöldið sýndi Íslandsdeildin heimildaþátt frá BBC sem heitir Inside Guantánamo og fjallar um heimsókn þáttagerðarmanna til fangelsisins. Í myndinni eru sýnd viðtöl við fyrrverandi fanga, aðstandendur fanga og síðast en ekki síst fangaverði og yfirmenn fangelsisins. Á þriðja tug manna kom á sýninguna og skrifaði fólk póstkort til Bandaríkjaforseta að sýningu lokinni þar sem krafist er að búðunum verði lokað.
