Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti

Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti hverfist um alþjóðadag gegn kynþáttamisrétti og miðar að því að uppræta þröngsýni, fordóma og þjóðernishyggju í Evrópu.

Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti hverfist um alþjóðadag gegn kynþáttamisrétti og miðar að því að uppræta þröngsýni, fordóma og þjóðernishyggju í Evrópu. Markmiðið er að byggja Evrópusamfélag víðsýni og samkenndar þar sem allir eru jafnir, óháð útliti og uppruna. Frá 17-25. mars munu hundruð samtaka og stofnana í Evrópu standa að viðburðum þar sem unnið er gegn kynþáttamisrétti. Á Íslandi mun fjöldi samtaka og stofnana standa að ýmsum viðburðum í tengslum við Evrópuvikuna s.s. Mannréttindaskrifstofa Íslands, Ísland Panorama, Þjóðkirkjan, Alþjóðahús, Rauði krossinn, Soka Gakkai Íslandi, Jafningjafræðsla Hins hússins og Múltíkúltí, menningarmiðstöð húmanista.

Nánari upplýsingar um átakið er að finna á heimasíðu Evrópusamtakanna UNITED FOR INTERCULTURAL ACTION http://www.united.non-profit.nl/