Íslandsdeild Amnesty International vekur athygli á námskeiði sem efnt verður til laugardaginn 19. maí í húsnæði Símenntunarstöðvar Eyjafjarðar við Þórsstíg 4 á Akureyri.
Íslandsdeild Amnesty International vekur athygli á námskeiði sem efnt verður til laugardaginn 19. maí í húsnæði Símenntunarstöðvar Eyjafjarðar við Þórsstíg 4 á Akureyri. Námskeiðið hefst kl. 13 og stendur til kl. 17.
Á námskeiðinu verður fjallað um sögu og uppbyggingu Amnesty International og mannréttindaáherslur samtakanna um þessar mundir. Einnig verður fjallað verður um þá aðgerðakosti sem í boði er innan samtakanna og margt fleira.
Amnesty International byggir starf sitt á þátttöku félaga. Námskeiðið er kjörið tækifæri til að kynnast betur starfseminni og viðfangsefnum samtakanna. Námskeiðið er góður vettvangur til að hitta aðra Amnesty félaga og mynda tengsl félaga í milli. Þar geta áhugasamir jafnvel fundið vettvang til að efla starf samtakanna á Norðurlandi.
Til að geta undirbúið námskeiðið sem best biðjum við þig að skrá þátttöku þína sem fyrst með því að senda okkur tölvupóst á netfangið ie(hjá)amnesty.is eða hringja á skrifstofuna í síma 511 7900.
Námskeiðið er ókeypis og opið öllum félögum í Amnesty International.
