Mannréttindi: Aðgerðir íslenskra félaga í Amnesty International björguðu lífi mínu

Fyrrum samviskufanginn Eduardo Grutzky er nú staddur á Íslandi dagana. Eduardo Grutzky er fæddur í Argentínu 1956.

Fyrrum samviskufanginn Eduardo Grutzky er nú staddur á Íslandi dagana. Eduardo Grutzky er fæddur í Argentínu 1956. Hann var 18 ára námsmaður þegar argentínsk yfirvöld handtóku hann fyrir að reyna að stofna stúdentasamtök.

Honum var haldið í fangelsi án réttarhalda í 7 ár og mátti þola pyndingar og illa meðferð. Honum var vísað úr landi til Ísrael árið 1981, en undanfarin ár hefur hann búið og starfað í Svíþjóð.

Eduardo Grutzky hefur lýst því yfir að aðgerðir íslenskra félaga í Amnesty International hafi bjargað lífi hans, en í fangelsinu fékk hann magablæðingu vegna pyndinga sem hann mátti þola. Hann lá í marga daga nær dauða en lífi en fékk loks læknishjálp. Eduardo Grutzky hefur sagt að honum hafi verið tjáð að bréfin frá Amnesty-félögum á Íslandi hafi valdið því að ákveðið var að hlynna að honum. Án aðhlynningar telur hann fullvíst að hann hefði dáið.

Eduardo Grutzky ræddi við íslenska fjölmiðla um reynslu sína og má sjá umfjöllunina á eftirfarandi vefslóðum:

 

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=9e90623e-e942-41ba-b005-02b9a662bc0b&mediaClipID=dd1dddf7-c513-4e31-be2f-c457f3da9d86

 

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338145

 

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4321920

 

 

Í dag starfar Eduardo Grutzky að mannréttindum minnihlutahópa og er m.a. ráðgjafi sænsku stjórnarinnar í málefnum innflytjenda. Sérstaklega hefur Eduardo einbeitt sér að mannréttindum kvenna og barna sem eru beitt kúgun og ofbeldi á grundvelli „fjölskyldusæmdarinnar“. Samtök hans, Alma Europa, standa m.a. fyrir því að fræða unga karlmenn úr röðum innflytjenda um kvenréttindi og vestræn gildi lýðræðis og frelsis.

 

Þann 24. ágúst kl. 17. mun Eduardo flytja erindi í Norræna húsinu þar sem hann fjallar um starf sitt í dag, fjölhyggjusamfélagið og stöðu kvenna innan þess.