Íslandsdeild Amnesty International hvetur dómsmálaráðherra Björn Bjarnason til að flýta fyrir fullgildingu samnings Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali.
Íslandsdeild Amnesty International hvetur dómsmálaráðherra Björn Bjarnason til að flýta fyrir fullgildingu samnings Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali.
Hér að neðan er bréf sem Íslandsdeildin sendi til dómsmálaráðherra í byrjun október.
Hr. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
Dómsmálaráðuneytið
Skuggasundi
150 Reykjavík Reykjavík 03.10.2007
Háttvirti ráðherra
Íslensk yfirvöld eru hvött til að fullgilda samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali (Council of Europe on Action against Trafficking in Human Beings). Amnesty International telur að samningurinn muni auka vernd og réttindi þolenda mansals í Evrópu og leggja samtökin því mikla áherslu á að aðildarríki Evrópuráðsins undirriti og fullgildi hann. Ísland undirritaði samninginn 16. maí 2005. Til þess að samningurinn taki gildi þurfa 10 ríki að fullgilda hann. Níu Evrópuríki, Albanía, Austurríki, Búlgaría, Króatía, Danmörk, Georgía, Moldova, Rúmenía og Slóvakía hafa nú fullgilt samninginn. Íslandsdeild Amnesty International hvetur yður til að flýta fyrir fullgildingu samningsins og setja þannig mikilvægt fordæmi fyrir önnur ríki og um leið tryggja gildistöku hans.
Virðingarfyllst
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir
Framkvæmdastjóri
Íslandsdeildar Amnesty International
