Palestínsku sjálfsstjórnarsvæðin: vopnuð átök kynda undir mannréttindabrot

Bardagar milli sveita Hamas og Fatah á Gaza fyrr á þessu ári ollu dauða 350 Palestínumanna. Í kjölfarið hafa fleiri alvarleg brot átt sér stað á Gaza og Vesturbakkanum.

Bardagar milli sveita Hamas og Fatah á Gaza fyrr á þessu ári ollu dauða 350 Palestínumanna. Í kjölfarið hafa fleiri alvarleg brot átt sér stað á Gaza og Vesturbakkanum.

Hamas hefur orðið uppvíst af því að grípa í sífellt ríkari mæli til geðþóttahandtaka og pyndinga og að leyfa sveitum sínum að ráðast á friðsamlega mótmælendur og fréttamenn. Sveitir á vegum Mahmoud Abbas forseta hafa einnig gerst sekar um geðþóttahandtökur á þúsundum stuðningsmanna Hamas og að grípa ekki til aðgerða gegn Fatah-liðum sem eru ábyrgir fyrir mannránum, íkveikjum og annars konar árásum.

Amnesty International krefst þess að leiðtogar beggja fylkinga grípi til aðgerða til að binda enda á vítahring refsileysis sem kyndir undir brot á við geðþóttahandtökur, mannrán, pyndingar og illa meðferð að hálfu hersveita þeirra. Átökin milli Fatah og Hamas hafa alvarleg áhrif á líf Palestínumanna, sérstaklega á Gaza, og viðhalda þeirri mannréttinda- og mannúðarkreppu sem hlýst af aðgerðum Ísraelshers á svæðinu.

Nánari upplýsingar:

Occupied Palestinian Territories: Torn apart by factional strife (Skýrsla, 24. október 2007)

Occupied Palestinian Territories: Palestinian factional strife fuelling abuses (Fréttatilkynning, 24. október 2007)