Aðgerðir hersins gagnvart stjórnarandstæðingum í Pakistan halda áfram.
Aðgerðir hersins gagnvart stjórnarandstæðingum í Pakistan halda áfram.
Musharraf forseti hefur skipað nýja dómara í embætti til að staðfesta tilskipun hans um neyðarástand. Þeir dómarar hafa hrundið ákvörðunum fyrirrennara sinna sem dæmdu að neyðartilskipunin væri ólögleg. Eftir að hann var rekinn hefur fyrrum forseti hæstaréttar Pakistan, Iftikhar Chaudry, og margir þekktir lögfræðingar hvatt mótmælendur til að efla andóf sitt til að fá stjórnarskrána aftur setta í gildi.
Musharraf hershöfðingi notaði vald sitt sem yfirmaður hersins til að afnema megnið af stjórnarskránni þann 3. nóvember og tók sér vald til að breyta henni án þess að löggjafarþingið kæmi þar nærri.
Amnesty International (AI ) hefur hvatt til þess að stjórnarskráin hljóti gildi aftur þegar í stað og að hundruðum einstaklinga verði sleppt, sem handteknir hafa verið í aðgerðum hersins. Neyðarástandið sem Musharraf lýsti yfir er gróft brot á alþjóðalögum og ryður brautina fyrir frekari mannréttindabrot.
Musharraf hershöfðingi hefur farið á svig við ákvæði í stjórnarskránni þegar hann lýsti yfir neyðarástandi. Það þýðir að ýmis lykilmannréttindi, eins og þau að vera ekki sviptur lífi af geðþóttaástæðum og ýmis ákvæði tengd sanngirni í réttarhöldum, hafa nú verið afnumin.
Samkvæmt alþjóðalögum og mannréttindaviðmiðum, sem stjórnarskrá Pakistan endurspeglar, verður að virða þau réttindi að fullu og skilyrðislaust við allar kringumstæður, hvort sem að neyðarástand ríkir eða ekki.
Sendu bréf til stjórnvalda í Pakistan og mótmæltu mannréttindabrotunum
Lestu meira um ástandið
