Íslandsdeild Amnesty International hefur nú hafið sölu á jólakorti sínu 2007
Íslandsdeild Amnesty International hefur nú hafið sölu á jólakorti sínu 2007. Íslandsdeildin hefur ætíð leitast við að fá verk íslenskra listamanna til að prýða kortin. Jólakort þetta ár er eftir Eggert Pétursson myndlistarmann og sýnir blóðberg (í vetrarsnjó?)
Jólakort verða ekki send til félaga með fréttabréfi deildarinnar, sem kemur út nú í byrjun desember. Þú getur hins vegar komið á skrifstofu deildarinnar virka daga milli kl. 9-17 og keypt kort eða fengið þau send til þín í pósti. Hægt er að leggja inn pöntun með því að hringja á skrifstofuna, í síma 511 7900 eða ýta á þennan hlekk hér.
