Mannréttindabarátta: bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty International 2007

Hið árlega bréfamaraþon Amnesty International verður haldið laugardaginn 8. desember á Akureyri, Ísafirði og í Reykjavík. Félagar fá tækifæri að skrifa eigin bréf og kort til þolenda mannréttindabrota víða um heim auk þess sem tilbúin kort og bréf verða á staðnum.

Hið árlega bréfamaraþon Amnesty International verður haldið laugardaginn 8. desember á Akureyri, Ísafirði og í Reykjavík. Félagar og allir aðrir, sem áhuga hafa, fá tækifæri að skrifa eigin bréf og kort til þolenda mannréttindabrota víða um heim auk þess sem tilbúin kort og bréf verða á staðnum.

Í fyrra var góð þátttaka í bréfamaraþoninu og um 1.000 bréf og kort voru send frá Íslandi. Við stefnum á að gera enn betur í ár og hvetjum þig til að mæta, leggja hönd á plóginn og njóta notalegrar jólastemningar á aðventunni. Boðið verður upp á kaffi og piparkökur.

Íslandsdeild Amnesty International tekur þátt í bréfamaraþoninu með fjölmörgum öðrum deildum víðs vegar um heim. Í fyrra voru hvorki fleiri né færri en 114.617 bréf skrifuð í þágu þolenda mannréttindabrota um heim allan.

Í Reykjavík verður bréfamaraþonið haldið í Galleríi veitingastaðarins Hornsins, Hafnarstræti 15 frá 13-17:30. Nánari upplýsingar fást í síma 511 7900 eða netfang ie@amnesty.is.

Á Akureyri fer bréfamaraþonið fram í Akureyrarakademíunni frá 13-17. Nánari upplýsingar veitir Kristín Helga (kristinhelga@gmail.com).

Á Ísafirði verður bréfamaraþonið haldið í Edinborgarhúsinu frá 13-17. Nánari upplýsingar veitir Ólöf Björk (olofbjork@simnet.is).