Bréfamaraþon 8. desember og upplestur á alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desember

Minnum á alþjóðlegt bréfamaraþon Amnesty International og upplestur á alþjóðlega mannréttindadaginn.

Minnum á alþjóðlegt bréfamaraþon Amnesty International og upplestur á alþjóðlega mannréttindadaginn.

Bréfamaraþon í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri laugardaginn 8. desember.

Hið árlega bréfamaraþon verður haldið laugardaginn 8. desember. Þar láta félagar gott af sér leiða í þágu mannréttinda á aðventunni og skrifa kort til þolenda mannréttindabrota sem geta verið ómetanleg huggun á erfiðum tímum.

Bréfamaraþonið verður haldið í hliðarsal Hornsins, Hafnarstræti 15 í Reykjavík 13-17:30, AkureyrarAkademíunni á Akureyri 13-17 og í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 13-17.

Iðandi mannréttindastarf á aðventu. Upplestur og tónlist í Iðuhúsinu 10. desember kl. 20

Í tilefni af alþjóðlega mannréttindadeginum stendur Amnesty International fyrir iðandi uppákomu þar sem lesið verður upp úr bókunum Hermaður gerir við grammófóneftir Sasa Stanisić, Frjáls eftir Ayaan Hirsi Ali, Velkominn til Bagdad eftir Davíð Loga Sigurðsson, Um langan veg eftir Ishmael Beah og Í felulitum við friðargæslu í Bosníu með breska hernum eftir Hildi Helgadóttur. Tatu Kantomaa leikur á harmonikku. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir