Herir og uppreisnarhópar leggja sérstaka áherslu á að fá börn í raðir sínar því auðvelt er að stjórna þeim og þau skynja oft ekki hættuna sem við þeim blasir.
Herir og uppreisnarhópar leggja sérstaka áherslu á að fá börn í raðir sínar því auðvelt er að stjórna þeim og þau skynja oft ekki hættuna sem við þeim blasir. Ýmsar ástæður liggja til þess að börn verða barnahermenn. Sum börn eru neydd í hermennsku, en önnur skrá sig sjálf, aðallega til að fá mat, vernd, fatnað og peninga. Þau eru knúin áfram af löngun til að komast úr sárri neyð.
Verkefni ríkisstjórnar Kongó, sem miðar að afvopnun, afskráningu og aðlögun hermanna að borgaralegu lífi hefur ekkert tillit tekið til þeirra 11.000 barna sem hafa „týnst“ frá því að bundinn var endir á átökin í Kongó.
Sendu bréf til forseta Kongó og hvettu hann til að hjálpa fyrrum barnahermönnum að aðlagast samfélaginu á nýjan leik. Þú getur nálgast bréfið hér.
