Vel heppnað bréfamaraþon 2007

Bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty International fór fram 8. desember sl. í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði. Alls um 80 félagar tóku þátt og sendu frá sér um 800 bréf og kort.

Bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty International fór fram 8. desember sl. í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði. Alls um 80 félagar tóku þátt og sendu frá sér um 800 bréf og kort.

 

Bréfamaraþonið heppnaðist vel í alla staði. Brotaþolar og aðstandendur í Vietnam, Kína, Írak, Rússlandi og Hondúras fengu kveðjur frá íslenskum Amnesty-félögum. Félagar sendu jafnframt bréf til yfirvalda í Slóvakíu, Myanmar, Indónesíu, Ghana, Ungverjalandi og fleiri löndum til að krefjast úrbóta.

Þeir sem ekki sáu sér fært að mæta í bréfamaraþonið geta tekið þátt á netinu. Slóðin er: http://www.amnesty.org/en/appeals-for-action