Kenýa: hótanir og mannréttindabrot gegn stjórnarandstöðunni

Mannréttindabaráttufólk og lýðræðisaktívistar hafa fengið margar nafnlausar hótanir, þar á meðal líflátshótanir, á síðastliðnum mánuði.

Mannréttindabaráttufólk og lýðræðisaktívistar hafa fengið margar nafnlausar hótanir, þar á meðal líflátshótanir, á síðastliðnum mánuði. Þau hafa þurft að grípa til aðgerða til þess að tryggja öryggi sitt, flytja af heimilum sínum og hætta þátttöku á opinberum vettvangi, eftir að hafa fengið nafnlaus sms skilaboð, símhringingar og hótunartölvupósta.

Þessar hótanir hafa verið gerðar í kjölfar yfirlýsinga og aðgerða einstaklinganna varðandi kosningarnar í Kenýa sem haldnar voru þann 27. desember í fyrra og þeirra mannréttindabrota sem hafa átt sér stað í kjölfar þeirra. Niðurstöður kosninganna eru umdeildar og hafa orsakað pólitísk átök í Kenýa, en þau átök standa að miklu leyti á milli mismunandi þjóðernishópa landsins. Meðlimir Kikuyu þjóðernishópsins eru almennt taldir hafa stutt Kibaki forseta, á meðan meðlimir Luo og Kalenjin þjóðernishópanna eru taldir hafa stutt Raila Odinga, leiðtoga stjórnarandstöðunnar.

Einstaklingarnir sem hótað hefur verið tilheyra nær allir Kikuyu þjóðernishópnum. Hótanirnar sem þeir hafa fengið innihalda m.a ásakanir um að þeir séu að svíkja þjóðernishóp sinn, því þeir hafa tjáð sig opinberlega um meint kosningamisferli og mannréttindabrot sem framin hafa verið af lögreglu og vopnuðum götuhópum víðsvegar um landið.Fjórir þessara einstaklinga hafa einnig verið nefndir á nafn í höfundalausu dreifiriti sem hefur verið dreift á prenti og með tölvupósti innan Kikuyu samfélagsins í Kenýa, en í bæklingunum birtist dulbúin hótun um að þá ætti að drepa.

Átakaalda hefur riðið yfir Kenýa í kjölfar kosninganna og skipunar Mwai Kibaki sem forseta þann 30. desember síðastliðinn. Átök hafa átt sér stað víðsvegar um landið. Borist hafa frásagnir af ofbeldisfullri hegðun lögreglu gagnvart mótmælendum, m.a hafa borist fregnir af því að mótmælendur hafi verið skotnir og drepnir af lögreglu.

Margar árásir hafa verið gerðar á Kikuyu fólk, ráðist hefur verið á það með sveðjum, steinum, bareflum og með bogum og örvum. Yfir 600 manns hafa látist í þessari ofbeldishrinu og hafa Sameinuðu Þjóðirnar lýst yfir að yfir 250.000 manns hafi þurft að yfirgefa heimili sín. Þúsundir manna hafa flúið yfir landamærin til Úganda og Tansaníu

Sendu bréf til stjórnvalda í Kenýa vegna ofbeldis í garð baráttufólks fyrir mannréttindum.

 

Þú getur einnig sent afrit af bréfinu til:

 

Major General Mohamed Hussein Ali, M.G.H.

Commissioner of Police

PO Box 30083, Nairobi, Kenya

Fax : +254-20-240955

Ávarp: Dear Commissioner

 —

Hon. Prof George Saitoti

Minister of State for Internal Security

Harambee House, Harambee Avenue      

P. O. Box 30510-00100, Nairobi, Kenya

Fax: +254-20-313600

Ávarp: Dear Minister