Amnesty International fagnar niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna sem kveður á um rétt fanga sem haldið er í Guantanamó búðunum til að fá úrskurðað í málum sínum fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. Dómurinn er sá þriðji sem hæstiréttur Bandaríkjanna kveður upp frá árinu 2004 um réttarstöðu fanga í Guantanamó. Viðbrögð Bush stjórnarinnar við fyrri dómum hafa verið nýjar lagasetningar sem hafa skert enn frekar réttindi fanga.
Amnesty International fagnar niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna sem kveður á um rétt fanga sem haldið er í Guantanamó búðunum til að fá úrskurðað í málum sínum fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. Dómurinn er sá þriðji sem hæstiréttur Bandaríkjanna kveður upp frá árinu 2004 um réttarstöðu fanga í Guantanamó. Viðbrögð Bush stjórnarinnar við fyrri dómum hafa verið nýjar lagasetningar sem hafa skert enn frekar réttindi fanga.
Hæstiréttur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að lög sem sett voru árið 2006 standist ekki stjórnarskrá, en í þeim er m.a. kveðið á um að heimilt sé að halda fólki sem grunað er um hryðjuverk ótímabundið án dóms og laga.
Réttlæti til handa þeim 280 föngum sem enn er haldið í Guantanamó er löngu tímabært, sumir sem þar eru í haldi hafa verið þar án réttarhalda í meira en sex ár.
Öllum föngum í „stríðinu gegn hryðjuverkum“, líka þeim sem haldið er í Guantanamó ætti að sleppa undir eins nema þeir verði ákærðir og fái réttlát réttarhöld. Þeir sem sæta réttarhöldum ættu að vera ákærðir fyrir viðurkenndan glæp og hljóta réttlát réttarhöld fyrir sjálfstæðum og hlutlausum dómstól.
Bandarísk yfirvöld verða að fara að alþjóðalögum í aðgerðum sínum í hinu svokallaða „stríði gegn hryðjuverkum“ og virða niðurstöðu hæstaréttar um að fangarnir geti leitað til borgaralegra dómstóla til að fá úrskurðað í málum sínum. Yfirvöld eiga að loka Guantanamó búðunum og leggja af herdómstólana sem standast hvorki kröfur um réttláta dómsmeðferð né stjórnarskrá Bandaríkjanna. Binda þarf enda á leynivarðhaldskerfi Bandaríkjanna undir eins og fyrir fullt og allt. Öllum leynilegum varðhaldsstöðvum ætti að loka, hvar svo sem þær eru staðsettar.
