Farandfólk sem reynir að komast til Evrópu sætir handtöku, illri meðferð og fjöldabrottvísunum frá Máritaníu án þess að það hafi tækifæri til að áfrýja ákvörðunum yfirvalda. Frá þessu er greint í nýrri skýrslu Amnesty International.
Farandfólk sem reynir að komast til Evrópu sætir handtöku, illri meðferð og fjöldabrottvísunum frá Máritaníu án þess að það hafi tækifæri til að áfrýja ákvörðunum yfirvalda. Frá þessu er greint í nýrri skýrslu Amnesty International.
Skýrslan ber heitið, Máritanía: Enginn vill eiga nokkuð við okkur að sæla, handtökur og fjöldabrottvísanir farandfólks sem neitað hefur verið um landsvistarleyfi í Evrópu (Mauritania: Nobody wants anything to do with us, arrests and collective expulsions of migrants denied entry into Europe).
Í skýrslunni er einnig greint frá því að stundum sé farandfólk ekki einu sinni sent aftur til síns heimalands.
Þúsundir farandfólks hafa verið handtekin frá árinu 2006, sökuð um að ætla að fara frá Máritaníu til Evrópu gegnum Kanaríeyjar á Spáni.
Margt þetta fólk hefur verið í haldi í varðhaldsmiðstöð í Nouadhibou í Norður-Máritaníu. Sumt fólkið hefur sætti illri meðferð af hálfu öryggissveita Máritaníu.
Íbúar ýmissa Vestur-Afríkuríkja hafa sagt að þeir hafi verið handteknir af geðþóttaástæðum á götum úti eða á heimilum sínum og sakaðir um, að því er virðist án nokkurra sannana, að ætla að fara til Spánar.
Samkvæmt tölum frá öryggissveitum ríkisins var 3.257 einstaklingum haldið í varðhaldsmiðstöðinni árið 2007; allir voru þeir sendir til Senegal og Malí, óháð þjóðerni þeirra eða upprunalandi. Fólkið er skilið eftir á landamærunum, oft án mikils matar og án nokkurs fararskjóta.
Salvatore Saguès, sem vinnur í rannsóknarteymi Amnesty International er snýr að Vestur-Afríku hefur sagt: „Þessi stjórnvaldsstefna máritanískra yfirvalda að handtaka fólk og beita fjöldabrottvísunum er til komin vegna mikils þrýstings Evrópusambandsins, sérstaklega Spánar, í viðleitni til að fá ýmis Afríkuríki í lið með sér til að hefta innflytjendastrauminn.
Amnesty International hvetur máritanísk stjórnvöld til að tryggja að öryggissveitir landsins fari að alþjóðalögum.
Samtökin hvetja einnig Evrópusambandið og aðildarríki þess, sérstaklega Spán, til að taka ábyrgð á því að tryggja að meðferð farandfólks sé í samræmi við alþjóðleg mannréttindaviðmið.
Ríki Evrópusambandsins nota lönd eins og Máritaníu til að takmarka flæði farandfólks til Evrópu. Þessi ríki eru í raun orðin „lögregla“ Evrópu.
