Mannréttindabrot í Kína

Alþjóðlega Ólympíunefndin ákvað um mitt sumar árið 2001 að taka tilboði Kínverja um að sumarleikarnir 2008 yrðu haldnir í Peking. Í aðdraganda ákvörðunarinnar og í kjölfar hennar lýstu kínverskir ráðamenn því yfir að leikarnir myndu hafa jákvæð áhrif á þróun mannréttinda í Kína.

Alþjóðlega Ólympíunefndin ákvað um mitt sumar árið 2001 að taka tilboði Kínverja um að sumarleikarnir 2008 yrðu haldnir í Peking. Í aðdraganda ákvörðunarinnar og í kjölfar hennar lýstu kínverskir ráðamenn því yfir að leikarnir myndu hafa jákvæð áhrif á þróun mannréttinda í Kína.

Amnesty International fagnaði þessum yfirlýsingum og batt vonir við að kínversk yfirvöld myndu vinna að úrbætum í mannréttindum í aðdraganda Ólympíuleikanna. Ólympíueldurinn nálgast nú óðum Kína en skuggi mannréttindabrota mun hvíla yfir glæsilegri opnunarhátíð og leikunum ef yfirvöld breyta ekki um stefnu í mannréttindamálum.

Vinsamlega hvetjið kínversk stjórnvöld til að tryggja úrbætur í mannréttindamálum með því að prenta út og senda meðfylgjandi bréf.

 

Bréf til Hu Jintao forseta Kína