Kína: Svikin loforð yfirvalda ógna orðspori Ólympíuleikanna

Kínversk yfirvöld hafa svikið gefin loforð um umbætur í mannréttindum í aðdraganda Ólympíuleikanna. Amnesty International birtir í dag nýja skýrslu um mannréttindaástandið í Kína.

Kínversk yfirvöld halda uppteknum hætti og ofsækja og refsa öllum þeim sem fara fram á virðingu fyrir mannréttindum. Yfirvöld hafa misst sjónar á þeim loforðum sem þau gáfu fyrir sjö árum þegar alþjóðlega Ólympíunefndin ákvað að sumarleikarnir 2008 færu fram í Peking.

Kínversk yfirvöld hafa svikið gefin loforð um umbætur í mannréttindum í aðdraganda Ólympíuleikanna. Amnesty International birtir í dag nýja skýrslu um mannréttindaástandið í Kína.

Kínversk yfirvöld halda uppteknum hætti og ofsækja og refsa öllum þeim sem fara fram á virðingu fyrir mannréttindum. Yfirvöld hafa misst sjónar á þeim loforðum sem þau gáfu fyrir sjö árum þegar alþjóðlega Ólympíunefndin ákvað að sumarleikarnir 2008 færu fram í Peking.

Viðarandi mannréttindabrot kínverskra yfirvalda vanvirða Ólympíuhugsjónina og ógna orðspori leikanna. Amnesty International krefst þess að allir samviskufangar verði leystir úr haldi nú þegar, blaðamönnum bæði innlendum og erlendum verði heimilað að starfa óáreittir og yfirvöld verða að vinna af heilum hug að afnámi dauðarefsinga. 

Í skýrslu Amnesty International “Olympics Countdown: Broken Promises”  er lagt mat á efndir kínverska yfirvalda á fjórum sviðum sem tengjast gunngildum Ólympíuhugsjónarinnar. Skoðaðar eru ofsóknir á hendur mannréttindafrömuða, fangelsanir án dóms og laga, ritskoðun og dauðarefsingar.
 
Í skýrslunni kemur fram að ástand mannréttinda hefur haldið áfram að versna í landinu.
 
Meðal þeirra tilmæla sem fram koma í skýrslunni eru tilmæli til þjóðhöfðingja og annars áhrifafólks sem sækir leikanna um að krefjast opinberlega virðingar fyrir mannréttindum í Kína og krefjast frelsunar mannréttindafrömuða sem sæta ofsóknum eða sitja í fangelsum landsins.  Leiðtogar heimsins sem sækja leikana eiga ekki að þegja um ástandið og samþykkja að Ólympíuleikar fari fram í skugga kúgunar og ofsókna.
Hægt verður að nálgast skýrsluna í heild sinni á slóðinni
http://www.amnesty.org/en/library/info/ASA17/089/2008/en
Sjá einnig: 
www.thechinadebate.org
www.amnesty.org/en/china-olympics .