Mannshvörf í Pakistan: Atiq-ur Rehman

Atiq-ur Rehman, 29 ára vísindamaður og starfsmaður kjarnorkunefndar Pakistan, var handtekinn þann 25. júní 2004 í Abbotabad í Norð-Vesturlandamærahéraðinu, á giftingardag sinn.

Atiq-ur Rehman

„[Yngri sonur okkar] er hættur… námi sínu… Hann kemur og fer eins og honum þóknast og er orðinn reiður ungur maður. Líf hans er ekki lengur eðlilegt.“

Shams un Nissa, móðir Atiq-ur Rehman, um þau áhrif sem mannshvarf Rehman hefur haft á bróðir hans

Atiq-ur Rehman, 29 ára vísindamaður og starfsmaður kjarnorkunefndar Pakistan, var handtekinn þann 25. júní 2004 í Abbotabad í Norð-Vesturlandamærahéraðinu, á giftingardag sinn. Hann fór að sögn á markaðinn að kaupa mat en kom ekki aftur.

Lögreglan neitaði að skrá kvörtun fjölskyldunnar og var sagt að hann væri í haldi leyniþjónustu. Í júní 2006 báru frjálsu félagasamtökin Mannréttindavörn (Defence of Human Rights) mál hans undir hæstarétt landsins, en við vitnaleiðslur neituðu fulltrúar ríkisvaldsins að þeir hefðu Atiq-ur Rehman í haldi og fullyrtu að þeir vissu ekki um afdrif hans. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn né hvað kom fyrir hann.

Sendu bréf til stjórnvalda í Pakistan vegna Atiq-ur Rehman