Þrír menn voru teknir af lífi í Japan fimmtudaginn 11. september. Amnesty International hefur farið fram á það við stjórnvöld í landinu að þau hætti aftökum þegar í stað.
Þrír menn voru teknir af lífi í Japan fimmtudaginn 11. september. Amnesty International hefur farið fram á það við stjórnvöld í landinu að þau hætti aftökum þegar í stað.
Samtökin hvöttu dómsmálaráðherra landsins, Yasuoka Okiharu, til að gera ítarlega úttekt á stefnu Japan varðandi dauðarefsingar eftir að Mantani Yoshiyuki (68), Yamamoto Mineteru (68) og Hirano Isamu (61) voru hengdir.
Með aftökum þeirra hafa Japanir nú tekið 13 einstaklinga af lífi í ár. Þetta eru fyrstu aftökurnar í Japan frá því Yasuoka Okiharu sór embættiseið þann 2. ágúst og eru frekari vísbendingar um að Japan ætli sér að halda áfram að beita dauðarefsingunni.
Nú bíða um 102 einstaklingur í Japan þess að vera teknir af lífi. Fangelsisyfirvöld taka fólk vanalega af lífi með leynd. Fangar á dauðadeild fá einungis að vita af yfirvofandi aftöku nokkrum klukkustundum áður en aftakan er gerð og fjölskyldur þeirra fá ekki að vita af aftökunni fyrr en að henni lokinni.
Eftir að áfrýjunarferli lýkur getur einstaklingur á dauðadeild mátt eiga von á því að bíða mörg ár eða áratugi eftir að vera tekinn af lífi. Fangar mega því þola að lifa í stöðugum ótta við að vera teknir af lífi fyrirvaralaust.
Þegar Mannréttindaráð SÞ gerði úttekt á ástandi mannréttinda í Japan í maí 2008 lét það í ljósi sérstakar áhyggjur vegna dauðarefsingarinnar í landinu. Mörg ríki hvöttu Japan til að hætta aftökum í samræmi við ályktun allsherjarþings SÞ (62/149), sem kallar eftir því að ríki um heim allan, sem enn stunda aftökur, hætti því þegar í stað.
LESTU MEIRA
Ályktun SÞ um að um heim allan verði hætt að taka fólk af lífi – lestu ályktunina.
