Stöðvið aftökur þegar í stað

Í október 2008 mun þriðja nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna fjalla um dauðarefsinguna og innleiðingu ályktunar allsherjarþingsins frá 2007 þar sem hvatt er til þess að allar þjóðir hætti þegar í stað að taka fólk af lífi.

Í október 2008 mun þriðja nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna fjalla um dauðarefsinguna og innleiðingu ályktunar allsherjarþingsins frá 2007 þar sem hvatt er til þess að allar þjóðir hætti þegar í stað að taka fólk af lífi.

Lestu meira um ályktun allsherjarþingsins um dauðarefsinguna.

Dauðarefsingin er ígrundað og kaldrifjað dráp ríkisvaldsins á einstaklingi. Þessi grimmilega, ómannúðlega og vanvirðandi refsing er gerð í nafni réttlætis.

Hún brýtur gegn réttinum til lífs sem kveðið er á um í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.

Amnesty International er mótfallið dauðarefsingunni í öllum tilvikum, óháð glæpnum, gerandanum eða aðferðinni sem ríkið beitir til að drepa fangann.