Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt þann 17. október ætlar Íslandsdeild Amnesty International að standa fyrir sýningu myndarinnar, Human Needs, Human Rights í Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5. Sýning myndarinnar hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í hálftíma. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt þann 17. október ætlar Íslandsdeild Amnesty International að standa fyrir sýningu myndarinnar, Human Needs, Human Rights í Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5. Sýning myndarinnar hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í hálftíma. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Á undan sýningunni mun Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi fjalla stuttlega um tengsl fátæktar og mannréttinda.
Að sýningu lokinni er boðið upp á umræður.
Árið 2003 ákvað Amnesty International að leggja sitt af mörkum til að efla framgang efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda. Enda þótt starf Amnesty International hafi lengst af verið helgað borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum þá leggja samtökin áherslu á að mannréttindi séu algild, samofin og órjúfanleg.
Kvikmyndin Human Needs, Human Rights beinir athyglinni að því starfi sem Amnesty International og önnur mannréttindasamtök hafa unnið til að ýta undir framgang efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda á heimsvísu og raungera ákvæði Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem verður 60 ára þann 10. desember næstkomandi.
