Næstkomandi laugardag hinn 22. nóvember efnir Íslandsdeild Amnesty International til almenns félagafundar. Fundurinn hefst kl. 11 og lýkur um klukkan 13.30 Hann verður í Hinu húsinu við Austurstræti, gamla pósthúsið.
Næstkomandi laugardag hinn 22. nóvember efnir Íslandsdeild Amnesty International til almenns félagafundar. Fundurinn hefst kl. 11 og lýkur um klukkan 13.30 Hann verður í Hinu húsinu við Austurstræti, gamla pósthúsið.
Tilefni fundarins er undirbúningur næstu heimsáætlunar Amnesty International fyrir árin 2010-2016. Efni þeirrar áætlunar mun móta alla starfsemi samtakanna og viðbrögð þeirra við mannréttindabrotum. Á fundinum verða kynntar hugmyndir um mikilvægustu verkefni samtakanna næstu árin. Félögum gefst kostur á að ræða þau og koma fram með athugasemdir og nýjar hugmyndir um áherslur í starfinu. Félagar eru hvattir til að mæta og taka þannig þátt í framtíðarstefnumótun samtakanna.
Dagskrá:
Eitt Amnesty-breytingaferlið (Jóhanna K. Eyjólfsdóttir)
Ytri og innri aðstæður AI (Halldór Zoëga)
Kaffihlé
AI sem hluti af heiminum (Hörður Helgi Helgason)
Lýðræði og lýðræðisferli innan AI (Davíð Þór Jónsson)
