Ofbeldi gegn konum er ekki einkamál – ofbeldi gegn konum er mannréttindabrot
Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi, standa Íslandsdeild Amnesty og Mannréttindaskrifstofa Íslands, í samstarfi við Jafningjafræðsluna og Hitt Húsið, fyrir sýningu tveggja heimildamynda sem báðar eru einkar athyglisverðar.
Önnur myndin ber heitið, Más allá del papel (Ekki bara orðin tóm) og er hún frá Spáni og fjallar um þær hindranir og erfiðleika sem konur standa frammi fyrir er þær reyna að flýja úr ofbeldisfullum samböndum.
Hin heimildamyndin ber titilinn, Lumo og segir frá baráttu tvítugrar konu í Austur Kóngó fyrir réttindum og vernd kvenna sem sætt hafa ofbeldi í þessu stríðshrjáða landi.
Sýningin fer fram í Hinu Húsinu frá 17:00 til 19:00
Myndirnar eru samtals um einn og hálfur tími að lengd, með enskum texta, og verður kaffi á könnunni og umræður að sýningu lokinni.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
