Áttu orð aflögu?

Hið árlega bréfamaraþon Amnesty International verður haldið laugardaginn 13. desember en það hefur aldrei verið með jafn stóru sniði og í ár; það verður haldið á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Höfn í Hornafirði, Selfossi, Hafnarfirði, Akranesi, í Reykjanesbæ og í Reykjavík.

Hið árlega bréfamaraþon Amnesty International verður haldið laugardaginn 13. desember en það hefur aldrei verið með jafn stóru sniði og í ár.

Það verður haldið á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Höfn í Hornafirði, Selfossi, Hafnarfirði, Akranesi, í Reykjanesbæ og í Reykjavík. Félagar fá tækifæri að skrifa eigin bréf og kort til þolenda mannréttindabrota víða um heim auk þess sem tilbúin kort og bréf verða á staðnum.

Í fyrra var góð þátttaka í bréfamaraþoninu og við stefnum á að gera enn betur í ár og hvetjum þig til að mæta, leggja hönd á plóginn og njóta notalegrar jólastemningar á aðventunni.

Boðið verður upp á kaffi og piparkökur.

Í Reykjavík verður bréfamaraþonið haldið í Galleríi veitingastaðarins Hornsins, Hafnarstræti 15 frá 12-18. Nánari upplýsingar fást í síma 5117900 eða netfang bb@amnesty.is.

Bréfamaraþonið fer fram á eftirfarandi stöðum laugardaginn 13.desember nema annað sé tekið fram:

Ísafjörður í Edinborgarhúsinu, frá klukkan 14 til 17.

Höfn í Hornafirði í Bókasafninu í Nýheimum, frá 10 til 14

Egilsstaðir á Jólakettinum í Barra, frá 13 til 18

Akureyri á Amtsbókabókasafninu, frá 12 til 17

Akranes á Bókasafni Akraness, frá 11 til 14

Grindavík, á Bókasafninu í Grindavík, föstudaginn 12. desember frá kl. 14-18 og laugardaginn 13. desember frá kl. 11-13.

Selfoss, á Bókasafninu á Selfossi föstudaginn 12. desember frá, 10 til 19 og

laugardaginn 13.desember, frá 11 til 14

Hafnarfjörður, á Bókasafninu í Hafnarfirði, frá 11 til 15

Reykjavík, Gallerí Hornið, frá 12 til 18 og í Kringlubókasafni, frá 13 til 17

Sýnishorn af þeim bréfum sem þátttakendur á bréfamaraþoni skrifuðu

til stjórnvalda um allan heim og til þolenda mannréttindabrota