Bardagar stjórnarhersins og þungvopnaðra hópa í Norður-Kivu héraði í austanverðu Lýðveldinu Kongó hafa rekið nálægt 300.000 manns á flótta. Milljónir hafa dáið í landinu undanfarin tíu ár.
Flóttafólk frá Kongó á landamærum Úganda
Bardagar stjórnarhersins og þungvopnaðra hópa í Norður-Kivu héraði í austanverðu Lýðveldinu Kongó hafa rekið nálægt 300.000 manns á flótta. Milljónir hafa dáið í landinu undanfarin tíu ár.
Þrátt fyrir vopnasölubann SÞ, sem verið hefur í gildi í mörg ár, hafa vopnaðir hópar getað keypt vopn, skotfæri, herbúnað og önnur gögn. Það hefur gert þeim kleift að fremja stríðsglæpi og stórfelld mannréttindabrot gegn almennum borgurum.
Stjórnarherinn í Kongó ber einnig ábyrgð á ýmsum mannréttindabrotum. Um einn af hverjum fjórum íbúum Norður-Kivu hefur nú þurft að flýja heimili sitt.
Amnesty International hefur, ásamt tugum annarra samtaka, hvatt Sameinuðu þjóðirnar til að efla vopnasölubann sitt gagnvart Lýðveldinu Kongó. Í opnu bréfi til öryggisráðs SÞ, sem kom saman til fundar þann 15. desember til að ræða vopnasölubannið, skýrðu samtökin frá því að dráp, nauðganir og önnur alvarleg mannréttindabrot gegn almennum borgurum séu daglegt brauð í landinu vegna fjölgunar vopna og skotfæra í landinu.
Í bréfinu segir að MONUC, friðargæslulið SÞ í Kongó, hafi engar starfsreglur til að styðjast við til að tryggja að stjórnarher landsins geymi, flytji og noti herbúnað með eðlilegum hætti eftir að hergögn koma til landsins.
Í bréfinu er öryggisráðið hvatt til að efla vopnsölubannið þannig að það nái til landsins alls, með takmörkuðum undanþágum, eða innleiða að minnsta kosti fimm sérstök tilmæli, til að MONUC geti fylgst betur með hergögnum og tryggt að þau komist ekki í hendur vopnaðra hópa.
Samtökin fara fram á að öryggisráðið hvetji alþjóðasamfélagið til tafarlausra aðgerða til að aðstoða stjórnvöld í Kongó við að efla fagmennsku innan stjórnarhersins og tryggja hergögn hans.
Í niðurlagi bréfsins eru aðildarríki SÞ hvött til að reiða sig ekki eingöngu á vopnasölubann heldur eiga samstarf um alþjóðlegan vopnaviðskiptasamning sem tekur mið af meginreglum stofnskrár SÞ og alþjóðlegra mannréttindalaga. Allsherjarþing SÞ mun brátt greiða atkvæði um framhald á vinnu við alþjóðlegan vopnaviðskiptasamning.
LESTU MEIRA:
Democratic Republic of Congo: Open Letter to the United Nations Security Council on strengthening the arms embargo on the Democratic Republic of Congo (DRC)
People of DRC need action, not words (News, 2 December 2008)
Þau samtök sem skrifa undir opna bréfið eru:
Africa Peace Forum [Kenya] ; Albert Schweitzer Institute [USA]; Amnesty International’s sections in Australia, Austria, Belgium, Canada, Denmark, France, Italy, Luxembourg, the Netherlands, the Philippines, Portugal, Senegal, Slovakia, Sweden, Switzerland, Taiwan, Togo, the UK and the USA; Arche d’Alliance [DRC]; Asociación para Políticas Públicas (APP) [Argentina]; Ass. Onlus Magic Amor. [Italy]; Association Pour Les Victimes De La Repression En Afrique [DRC]; Australian National Coalition for Gun Control; AVEVENA [DRC]; Awaz Foundation Pakistan: Centre for Development Services [Pakistan]; Bahrain center for human rights [Baharin]; Beati i Costruttori di pace [Italy]; Broederlijk Delen [Belgium]; Cameroon Youths and Students Forum for Peace and the African Youth Forum for Peace [Cameroon]; Ceasefire [South Africa]; Center for Evironment, Human Rights and Development (CEHRD) [Nigeria]; Center for Peace Education [Philippines]; Centre for Conflict Management and Women Development Affairs (CECOWDA) [Malawi]; Centre for Justice and Reconciliation [The Netherlands]; Centre Women and Modern World [Azerbaijan]; ChangeMaker – Society for Social and Economic Development [Bangladesh]; CHRR [Malawi]; Civil Organization Promoting Peace in Youth (COPPY) [Antigua and Barbuda]; Col.lectiu d’Educació en drets humans i de Prevenció Activa de Conflictes (CEPAC); Collectif des associations de lutte contre la torture – CALCOT [DRC]; Commission on Peace and Justice [Haiti]; Council of Churches [Sierra Leone]; Diakonia [Sweden]; East and Horn of Africa Human Rights Defenders Network (EHAHRDN) – Burundi, Djibouti, Eritrea, Ethiopia, Kenya, Rwanda, Somalia, Sudan, Tanzania, Uganda; Global Witness [UK]; Handicap International; HEWAD, Reconstruction, Health and Humanitarian Assistance Committee [Afghanistan]; Human Rights Institute of South Africa; Human Rights Network [Nigeria]; IANSA – International Action Network on Small Arms [UK]; Institute for Security Studies [Kenya]; Institute of Human Rights Communication, Nepal (IHRICON) [Nepal]; Instituto Sou da Paz [Brazil]; International Alliance of Women (IAW) ; International Childcare Trust [UK]; International Fellowship of Reconciliation (IFOR)/ Mouvement International de la Réconciliation (MIR) [The Netherlands]; Journalists for children and women rights and protection of environment in Macedonia; Latifa Gono Sohay Angan (LGSA) [Bangladesh]; Le Réseau Action Femme [DRC] ; Liberians United to Expose Hidden Weapons [Liberia]; Ligue Burundaise des Droits de l’Homme (ITEKA) [Burundi]; Ligue des Droits de l’Homme de la Region du Grand Lac [DRC, Burundi, Rwanda]; Ligue International pour les Droits de l’Enfant (LIDE) [Togo]; L’Observatoire des transferts d’armement [France]; Medical Association for Prevention of War [Australia]; Network Women in the Rural Population [Haiti]; Norwich & District Branch of the United Nations Association. [UK]; Norwich Branch of the Women’s International League for Peace and Freedom [UK]; OFAT [Haiti]; Organisation de femmes pour l’avancement de la commune de Thomonde [Haiti]; Pacific Concerns Resource Centre [Fiji]; Patron of All India Women,s Conference New Delhi [India]; Pax Christi International; Pax Christi Vlaanderen [ Belgium]; Peace Boat USA; Peace Direct [UK]; Peace Union of Finland; Project Ploughshares [Canada]; Réseau des associations de protection des droits de l’enfant (RAPDE) [DRC]; Réseau des défenseurs des droits humains en Afrique centrale (REDHAC) [Gabon, DRC, Rwanda, Burundi, Chad, Republic of Congo, Cameroon, Central-African Republic]; Réseau Ouest Africain des Défenseurs des droits de l’homme (ROADH) [Benin, Burkina Faso, Cap Verde, Cote d’Ivoire, Gambia, Ghana, Guinea, Guinea-Bissau, Liberia, Mali, Mauritania, Niger, Nigeria, Senegal, Sierra Leone, Togo]; S.E.A organisation [DRC]; Saferworld [UK]; Save Africa on Environment by Empowerment [Nigeria]; Secours Catholique/Caritas France; Secretary Forum of Mauritian Journalists [Mauritius]; Securitas Congo [DRC]; Sierra Leone Action Network on Small Arms (SLANSA); SOFEPADI-RDC [DRC]; Solidarité pour la Promotion des Droits de l’Homme et des Peuples (PRODOP) [Cameron]; South Asia Partnership (SAP) [Nepal]; South Asian Civil Society Net Work Against Small Arms (SASANET) [Sri Lanka]; Southern Sudan Action Network on Small Arms [Sudan]; Stand Up For Peace [DRC]; Tanzania Human Rights Foundation (TAHURA); TransArms-Europe ; Vlaams Netwerk Lichte Wapens [Belgium]; WAANSA West African Action Network on Small Arms; Widows for Peace through Democracy [UK]; Women in Alternative Action [Cameroon]; Women of Africa [UK]; Women in Black – Belgrade [Serbia]; Women of vision association; Women of Vision Association [Nigeria]; Women’s League of Burma.
