Átökin á Sri Lanka halda áfram. Aðstæður almennings á átakasvæðunum fara versnandi. Æ fleiri raddir krefjast þess nú að ríkisstjórn Sri Lanka og Tamílsku tígrarnir semji um vopnahlé.
Átökin á Sri Lanka halda áfram. Aðstæður almennings á átakasvæðunum fara versnandi. Æ fleiri raddir krefjast þess nú að ríkisstjórn Sri Lanka og Tamílsku tígrarnir semji um vopnahlé.
Amnesty International hefur hvatt stríðsaðila til að semja tafarlaust um tímabundið vopnahlé og gefa almenningi kost á að flýja átakasvæðin og hjálparstofnunum tækifæri til að koma mat, vatni og læknishjálp til þeirra borgara sem ekki geta flúið.
Samtökin krefjast þess einnig að stjórnvöld á Sri Lanka tryggi að fólk sem flýr átakasvæðin sæti ekki óeðlilegum höftum á ferðafrelsi og njóti öryggis.
Flóttafólk á Sri Lanka
Um það bil 10.000 manns frá Wanni hafa leitað skjóls á svæðum undir stjórn stjórnarhersins frá því í desember. Þeim er í raun haldið í varðhaldi, í svokölluðum velferðarþorpum og eiga á hættu ofbeldi af hálfu stjórnarhermanna.
Þessar búðir eru í Kalimoddai og Sirukandal í Mannar-héraði og Manik-býlinu og Nellumkulam í Vavuniya-héraði. Verið er að koma nýjum búðum á laggirnar í Mannar, Vavuniya og Jaffna-héruðum.
Þó að stjórnvöld hafi heimilað sumum að fara úr búðunum að sækja sér menntun, vinnu og læknishjálp er það skuldbundið til að skilja einn fjölskyldumeðlim eftir í búðunum. Það er gert til að tryggja að það flýi ekki. Þessar starfsreglur brjóta gegn alþjóðlegu banni við gíslatöku.
Þó að Alþjóða Rauði krossinn og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafi fengið takmarkaðan aðgang að búðunum hafa stjórnvöld ekki leyft öðrum hjálparstofnunum að koma í búðirnar.
Mestu skiptir nú að beina sjónum nú þegar að tryggja greitt aðgengi með nauðsynlegar vistir til þeirra fjölskyldna sem eru í miðri orrahríð stríðandi aðila. Stjórnvöld í Sri Lanka vilja alþjóðlega aðstoð en ekki sæta alþjóðlegum viðmiðum.
Um 300.000 manns eru nú í sjálfheldu á svæði sem kallast Wanni og er lítið landsvæði sem skilur að stríðandi fylkingar. Þetta eru fjölskyldur sem hafa búið án fullnægjandi húsaskjóls og við þröngan matarkost í marga mánuði. Borgarar á svæðinu reiða sig algerlega á matvælaaðstoð annars staðar frá. Síðasta matarsending barst á svæðið þann 29. janúar en óljóst er hvort náðst hafi að dreifa henni til allra þeirra sem þurftu.
Aðstæður óbreyttra borgara í Wanni eru algerlega óásættanlegar. Fólk getur ekki fært sig um set án þess að stofna sér í hættu, það getur ekki einu sinni sótt lík ættmenna sinna og særðir komast ekki á sjúkrahús. Um 250.000 manns þjást án aðgengis að nægilegum mat og húsaskjóli meðan sprengjum rignir yfir það. Flestir þeirra sem hafa getað flúið átökin hafa ekki fengið fullnægjandi læknisaðstoð.
Stjórnarhermenn fagna áfangasigri gegn Tamílsku tígrunum
Síðasta starfandi sjúkrahúsinu á átakasvæðunum hefur verið lokað. Loka þurfti spítalanum, sem er í bænum Puthukkudiyiruppu, eftir að sprengjum var skotið á hann.
Sprengjuhríð hafði nokkrum sinnum áður verið beint að sjúkrahúsinu. Að minnsta kosti níu létust og 20 særðust þegar þrjár sprengjur féllu á hann nokkrum dögum áður en honum var lokað.
Ef stjórnarherinn eða Tamílsku tígrarnir vörpuðu sprengjum á sjúkrahúsið af ásettu ráði telst slíkt stríðsglæpur. Amnesty International ítrekar ákall sitt til stríðandi fylkinga að virða alþjóðleg mannúðarlög.
Báðir stríðsaðilar hafa áður gerst sekir um stórfelld mannréttindabrot. Tamílsku tígrarnir hafa skráð börn í hermennsku. Þeir hafa þaggað niður í andstæðingum sínum á svæðum sem lúta stjórn þeirra og hafa neytt óbreytta borgara til að grafa skotgrafir og vinna í fremstu víglínu.
Líf óbreyttra borgara á svæðum sem Tamílsku tígrarnir stjórna hefur verið mjög erfitt. Tígrarnir hafa viljað afla sér fjármagns og því komið á skattheimtu á fjölskyldur. Sú regla gilti að eitt barn í hverri fjölskyldu skyldi afhent Tamílsku tígrunum. Sumar mæður hafa mátt sjá á eftir tveimur börnum í hendur þeirra. Mjög erfitt hefur reynst fyrir einstaklinga og hópa að koma á laggirnar óháðum útvarpsstöðvum eða tjá skoðanir sem ganga í berhögg við afstöðu Tamílsku tígranna.
Stjórnvöld hafa beint og óbeint tengst mannshvörfum, aftökum án dóms og laga og hótunum og ofbeldi gegn þeim sem gagnrýna þau. Frá 2006 hafa 14 blaðamenn verið myrtir á Sri Lanka og reynt hefur verið með kerfisbundnum hætti að þagga niður í ritstjórum blaða, með því til dæmis að fara fram á það að blöð fjalli ekki um aðstæður óbreyttra borgara í stríðinu.
Enginn hefur að gagni þurft að sæta ábyrgð vegna morðanna undanfarin tvö ár og morðingjarnir njóta refsileysis. Fyrr á þessu ári var kunnur ritstjóri dagblaðsins Sunday Leader, Lasantha Wickramatunge, ráðinn af dögum í Colombo. Flestir blaðamenn telja að engin almennileg rannsókn verði gerð á dauða hans.
Eitt af áhyggjuefnunum í stríðinu á Sri Lanka er að það er stríð án vitna. Ekki er vitað hvað hefur verið að gerast undanfarið á Sri Lanka. En þær fáu hjálparstofnanir sem enn starfa segja að nokkur hundruð manns hafi látist á einungis nokkrum vikum.
Upplýsingaskorturinn sýnir að bráðnauðsynlegt er að senda óháða og alþjóðlega eftirlitsmenn á svæðið. Stjórnvöld á Sri Lanka og Tamílsku tígrarnir verða tafarlaust að veita leyfi fyrir slíka eftirlitsmenn.
Lestu meira
Sri Lanka: Government, Tigers should declare temporary truce and open humanitarian corridors to get civilians out, aid in (Press release, 5 February 2009)
Civilians trapped by Sri Lanka conflict (News, 28 January 2009)
India urged to raise human rights issues in Sri Lanka (News, 15 January 2009)
Open letter to Indian Foreign Secretary Shivshankar Menon urging protection for civilians in the Wanni, Sri Lanka (Letter, 14 January 2009)
Sri Lankan government must act now to protect 300,000 displaced (News, 19 November 2008)
Tens of thousands at risk in Sri Lanka as fighting escalates (News, 19 August 2008)
Sri Lanka: Civilians continue to face deadly daily threat (Press release, 11 July 2008)
OCHA map of humanitarian access to Sri Lanka, as of 12 August 2008
