Í tengslum við alþjóðlegan baráttudag kvenna efnir Íslandsdeild Amnesty International til sýningar á kvikmyndinni, Elas da Favela eða Women of the Favela, en hún segir sögu sex kvenna sem búa við sára fátækt í Brasilíu og upplifun þeirra af „stóraðgerðum“ lögreglunnar í júlí 2007
Í tengslum við alþjóðlegan baráttudag kvenna efnir Íslandsdeild Amnesty International til sýningar á kvikmyndinni, Elas da Favela eða Women of the Favela, en hún segir sögu sex kvenna sem búa við sára fátækt í Brasilíu og upplifun þeirra af „stóraðgerðum“ lögreglunnar í júlí 2007 í Complexo do Alemão, norður af Rio de Janeiro, þegar 19 manns létu lífið og 13 særðust.
Myndin er sýnd á skrifstofu Íslandsdeildar Amnesty International að Þingholtsstræti 27, 3 hæð, miðvikudaginn 11. mars næstkomandi klukkan 20:00.
Myndin er sýnd með enskum texta.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir!
