Fleiri voru teknir af lífi í Asíu en í nokkurri annarri heimsálfu árið 2008. Kína tók fleiri af lífi en öll önnur lönd til samans. Einungis eitt land í Evrópu beitir dauðarefsingunni: Hvíta-Rússland. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty International um notkun dauðarefsingarinnar um víða veröld árið 2008.
Fleiri voru teknir af lífi í Asíu en í nokkurri annarri heimsálfu árið 2008. Kína tók fleiri af lífi en öll önnur lönd til samans. Einungis eitt land í Evrópu beitir dauðarefsingunni: Hvíta-Rússland. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty International um notkun dauðarefsingarinnar um víða veröld árið 2008.
Dauðarefsingin er grimmileg, ómannúðleg og vanvirðandi refsing. Ekki er eðlilegt að á 21. öldinni sé enn verið að afhöfða fólk, hengja það, skjóta, grýta í hel, gefa því eitursprautu eða taka af lífi í rafmagnsstól.
Frá janúar til desember 2008 voru að minnsta kosti 2.390 manns teknir af lífi í 25 löndum víðs vegar í heiminum og að minnsta kosti 8.864 dæmdir til dauða í 52 löndum.
Næstflestir voru teknir af lífi í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Þar voru 508 aftökur árið 2008. Í Íran voru a.m.k. 346 teknir af lífi, þeirra á meðal voru átta undir átján ára þegar þau frömdu brotin. Ein aftökuaðferðin í Íran var að grýta fólk í hel; önnur að hengja það. Í Sádi-Arabíu er fólk oftast tekið af lífi með því að afhöfða það með sverði á opinberum vettvangi. Stundum er lík viðkomandi krossfest á eftir. Í Sádi-Arabíu voru 102 teknir af lífi árið 2008.
Í skýrslunni eru líka talin upp þau lönd þar sem vitað er að fólk var dæmt til dauða eftir óréttlát réttarhöld. Meðal þeirra eru Afganistan, Íran, Írak, Nígería, Sádi-Arabía, Súdan og Jemen.
Skýrslan greinir frá mismunun í beitingu dauðarefsingarinnar 2008. Óvenju hátt hlutfall fátækra og minnihlutahópa sættu dauðarefsingunni í löndum eins og Íran, Súdan, Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum.
Enn eiga saklausir á hættu að vera teknir af lífi, eins og sjá má af máli fjögurra fanga sem losnuðu af dauðadeild í Bandaríkjunum eftir að þeir reyndust saklausir.
Margir fangar á dauðadeild búa við erfið skilyrði og mikið álag. Í Japan er föngum til dæmis ekki sagt frá aftöku sinni fyrr en sama dag og hún á að fara fram og fjölskyldur þeirra fá ekki að vita fyrr en að aftökunni lokinni.
Þorri heimsins færist nær afnámi dauðarefsingarinnar og einungis 25 af þeim 59 löndum sem enn leyfa dauðarefsinguna beittu henni árið 2008. Eigi að síður voru þúsundir dæmdar til dauða víðs vegar um heiminn og lönd eins og St Kitts og Nevis beittu aftur dauðarefsingunni. Þar fór í fyrra fram fyrsta aftakan í Ameríku utan Bandaríkjanna frá 2003. Í Líberíu var dauðarefsingin innleidd fyrir glæpi eins og rán, hryðjuverk og stuld á farartækjum. Einungis tvær staðfestar aftökur fóru fram í Afríku sunnan Sahara árið 2008, en að minnsta kosti 362 voru dæmdir til dauða.
Góðu fréttirnar eru þær að fá lönd taka fólk af lífi, sem sýnir að heimurinn þokast í átt að afnámi dauðarefsingarinnar. Vondu fréttirnar eru þær að hundruð eru enn dæmd til dauða og þjást í löndum sem ekki hafa enn afnumið dauðarefsinguna úr lögum.
Lestu meira
Abolish the death penalty – Amnesty International statistics and information on the death penalty
Death sentences and executions in 2008 – developments around the worldwide application of the death penalty in 2008
Gríptu til aðgerða: 128 eiga á hættu að vera teknir af lífi í Írak!
