Franska lögreglan er iðulega sökuð um alvarleg mannréttindabrot, oft gegn minnihlutahópum, en er sjaldan dregin til ábyrgðar fyrir þau brot, segir í nýrri skýrslu Amnesty International.
Myndband frá Amnesty International um lögregluofbeldi í Frakklandi
Franska lögreglan er iðulega sökuð um alvarleg mannréttindabrot, oft gegn minnihlutahópum, en er sjaldan dregin til ábyrgðar fyrir þau brot, segir í nýrri skýrslu Amnesty International.
Ásakanir um ólögmæt dráp, barsmíðar, kynþáttaníð og óhóflega valdbeitingu eru sjaldan rannsakaðar að gagni.
Abou Bakari Tandia á spítala í desember 2004. Tandia, sem var frá Mali, lést eftir að hafa misst meðvitund í varðhaldi.
Verkferli við rannsóknir á kvörtunum gegn lögreglu í Frakklandi stenst ekki viðmið sem alþjóðalög gera ráð fyrir. Fórnarlömbin sjálf eða vitni að lögregluofbeldi sæta æ oftar kærum fyrir að móðga eða ráðast á lögregluþjóna.
Rannsóknir Amnesty International sýna að langflestar kvartanirnar gegn lögreglu koma frá minnihlutahópum í Frakklandi eða erlendum ríkisborgurum.
Albertine Sow fullyrðir að lögregluþjónn hafi lamið sig í andlitið meðan hún var ólétt
Starf lögregluþjóna í Frakklandi er erfitt og hættulegt og lögregluþjónar leggja sig iðulega í hættu. En þegar lögregla brýtur af sér verður að rannsaka þau afbrot og sú rannsókn verður að vera tafarlaus, ítarleg, sjálfstæð og óhlutdræg.
Fólk verður að geta treyst lögreglunni. En raunin er oft önnur. Traustið kemur ekki fyrr en fólk sér að brugðist er við þegar lögregla gerist sek um afbrot í starfi og hinir seku dregnir til ábyrgðar.
Þó að kvartanir gegn lögreglu styðjist ekki allar við rök er mikið misræmi milli fjölda kvartana gegn lögreglu og fjölda þeirra lögregluþjóna sem sæta ábyrgð.
Upplýsingar eru af skornum skammti, en af 663 kvörtunum gegn lögreglu sem rannsakaðar voru árið 2005, leiddu 16 til brottvikningar. Árið 2006 voru kvartanirnar 639, en aðeins 8 leiddu til brottvikningar. Háu hlutfalli kvartana lýkur án réttarhalda með því að saksóknari lokar málinu.
Almenningur á rétt á að bera fram umkvartanir sínar, en erfiðleikum er bundið að bera fram kvörtun gegn lögreglunni. Dómskerfið er þeim vilhallt. Fórnarlömbin, sem mörg hver eru franskir ríkisborgarar úr minnihlutahópum, eða erlendir borgarar, mega of oft þola að réttlætið nær ekki fram að ganga.
Amnesty International hefur hvatt frönsk stjórnvöld til að grípa til umbóta á núverandi kerfi og koma á laggirnar sjálfstæðri nefnd er fjallar um kvartanir gegn lögreglu og hefur nægilegt vald og fjárráð til ítarlegra og skilvirkra rannsókna.
Frönsk stjórnvöld verða að tryggja að enginn sé hafinn yfir lögin. Miklu skiptir að almenningur treysti lögreglunni.
Gríptu til aðgerða: Prentaðu út og sendu bréf til dómsmálaráðherra Frakklands
LESTU MEIRA
France: Public outrage: Police officers above the law in France
Halaðu skýrsluna niður (á ensku):
Frönsku:
