Alþjóðasamningarnir um pólitísk og borgaraleg réttindi og efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi voru báðir samþykktir árið 1966 á vettvangi SÞ, en valfrjáls viðauki fylgdi fyrrnefndum samningi sama ár.
Alþjóðasamningarnir um pólitísk og borgaraleg réttindi og efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi voru báðir samþykktir árið 1966 á vettvangi SÞ, en valfrjáls viðauki fylgdi fyrrnefndum samningi sama ár. Viðaukinn var hugsaður til að reyna að tryggja að markmið samningsins um borgaralega og stjórnmálaleg réttindi næðust og ákvæðum hans yrði framfylgt, en í þeim tilgangi var mannréttindanefnd SÞ stofnuð. Henni var gert að taka við og athuga erindi frá einstaklingum sem halda því fram að þeir hafi orðið fyrir skerðingu á einhverjum þeirra réttinda sem lýst er í samningnum.
Aftur á móti er það ekki fyrr en árið 2008 sem sambærilegur viðauki var gerður við alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi en hann á að færa einstaklingum tækifæri til að leita réttar síns ef brotið hefur verið á samningnum.
Valfrjálsi viðaukinn sem nú bíður samþykktar Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna mun tryggja að einstaklingar og/eða hópur einstaklinga, sem halda því fram að brotið hafi verið á þeim, geti lagt erindi fyrir sérstaka nefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, og félagsleg, og menningarleg réttindi.
Íslandsdeildin mun fylgja því eftir að Ísland fullgildi viðaukann.
Smelltu hér og skrifaðu nafn þitt við alþjóðlega undirskriftasöfnun til stuðnings valfrjálsum viðauka við alþjóðlegan samning um efnahagsleg, og félagsleg og menningarleg réttindi.
http://protectallhumanrights.org
