Hvar eru þau? – alþjóðadagur horfinna 2009

Rosendo Radilla var 60 ára þegar hann var látinn hverfa. Það gerðist í ágúst 1974. Radilla var sósíalisti og baráttumaður fyrir félagslegu réttlæti og fyrrum borgarstjóri í Atoyac í Guerrero-ríki í Mexíkó.

Viðtal um mannshvörf við rússneska mannréttindafrömuðinn Nataliu Estemirova, sem rænt var og hún myrt þann 15. júlí 2009

Rosendo Radilla var 60 ára þegar hann var látinn hverfa. Það gerðist í ágúst 1974. Radilla var sósíalisti og baráttumaður fyrir félagslegu réttlæti og fyrrum borgarstjóri í Atoyac í Guerrero-ríki í Mexíkó. Hann sást síðast á lífi í herbúðum nokkrum dögum eftir að hann var handtekinn við vegatálma. Aðrir sem sátu í varðhaldi með honum sögðu frá því að hann hefði verið pyndaður.

Stjórnvöld í Mexíkó hafa til þessa neitað að upplýsa um afdrif Rosendo Radilla. En fjölskylda hans neitaði að gefast upp og fór með mál hans fyrir samameríska mannréttindadómstólinn. Hún vonar að niðurstaða dómstólsins, sem búist er við síðar á þessu ári, neyði mexíkósk yfirvöld til að segja þeim sannleikann og tryggja að réttlætið nái fram að ganga.

„Fólk spyr „af hverju fyrirgefurðu ekki?““ segir Tita Radilla Martinez, dóttir Rosendo Radilla. „Af því að þeir segja mér ekki hvað þeir gerðu við föður minn. Er hann lifandi eða dauður? Ég veit það ekki. Ég man að honum var oft kalt. Þegar hann var hnepptur í varðhald hugsaði ég um það. Er honum kalt, er hann svangur eða þyrstur? Er hann kvalinn? Hvernig hefur hann það? Við höfum hugsað um þetta allt okkar líf. Þeir segja „Ekki opna aftur sárið“. „Opna það? Sárið er opið, það hefur aldrei gróið.“

Gríptu til aðgerða !

Mannshvörf í Kósovó

Mannshvörf í Pakistan

Um heim allan bíða fjölskyldur frétta af afdrifum ástvina sinna, sem erindrekar stjórnvalda, eða aðrir með stuðningi eða þöglu samþykki stjórnvalda, námu á brott.

Vinir og ættingjar hafa engin tök á að komast að því hvað kom fyrir. Þeir sem eru látnir hverfa njóta engrar lagaverndar. Allt getur komið fyrir þá. Margir þeirra eru pyndaðir. Margir drepnir.

Sunnudagurinn 30. ágúst var 26 alþjóðadagur horfinna. Amnesty International og ýmis önnur samtök, félög fjölskyldna horfinna og grasrótarhópar minnast þá horfinna og krefjast réttlætis til handa þeim sem hafa verið látnir hverfa.

Stjórnvöld nota þvinguð mannshvörf sem kúgunartæki til að bæla niður andóf og stjórnarandstöðu, og til að ofsækja trúarhópa, stjórnmálahreyfingar og fólk af ákveðnum uppruna.

Yfir 3.000 manns af albönskum uppruna voru látnir hverfa í átökunum í Kósovó árið 1999. Her og lögregla Serbíu, ásamt sveitum tengdum serbneskum stjórnvöldum báru ábyrgð á mannshvörfunum. Vopnaðir albanskir hópa rændu meira en 800 Serbum, fólki af Róma-uppruna og öðrum. Um 1.900 fjölskyldur í Kósovó og Serbíu bíða þess enn að fá fréttir af afdrifum ættingja sinna.

Yfir 1.600 manns hafa horfið á Filippseyjum frá því á áttunda áratug síðustu aldar, flestir í aðgerðum stjórnvalda gegn uppreisnarhópum.

James Balao, sem barist hefur fyrir rétti frumbyggja, hvarf í september 2008, á leið í heimsókn til fjölskyldu sinnar í La Trinidad í Benguet-héraði

Einkennisklæddir og vopnaðir menn stöðvuðu för hans og neyddu hann inn í hvítan sendibíl. Vitni skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þau lýstu handtöku hans. Þau hafa nú farið í felur af ótta við ofsóknir.

Fjölskyldur horfinna í Marokkó mótmæla mannshvörfum í maí 2009

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti alþjóðasamning árið 2006 til verndar öllu fólki gegn þvinguðum mannshvörfum. Þegar samningurinn tekur gildi mun hann verða öflugt tæki til að koma í veg fyrir þvinguð mannshvörf, leiða í ljós sannleikann um slíka glæpi, refsa hinum seku og tryggja fórnarlömbum og fjölskyldum þeirra réttlæti.

Einungis örfá ríki til viðbótar þurfa að staðfesta samninginn til að hann taki gildi. Amnesty International hvetur öll stjórnvöld sem ekki hafa staðfest samninginn að gera það sem allra fyrst. Staðfesting ríkja á samningnum er sterk skilaboð um að þvinguð mannshvörf verði ekki liðin og öflugt tæki fyrir alla þá sem leita ástvina sinna.

LESTU MEIRA:

Seven more ratifications needed for Enforced Disappearance Convention to enter into force (Appeal for action, 28 August 2009)
Enforced disappearances
2009 International Day of the Disappeared – a new Convention could make a difference to those searching for their loved ones (Public statement, 28 August 2009)
Timor-Leste: ‘We cry for justice’: Impunity persists 10 years on in Timor-Leste (Report, 27 August 2009)
Serbia: Burying the Past: Impunity for enforced disappearances and abductions in Kosovo (Report, 8 June 2009)
Lebanon: A human rights agenda for the elections (Document, 7 May 2009)
Algeria: A Legacy of Impunity: A Threat to Algeria’s Future (Report, 30 March 2009)
Gambia: Fear rules (Report, 11 November 2008
International Coalition against Enforced Disappearances website