Amnesty IMPACT 2009

Amnesty International efnir til stórrar ráðstefnu um mannréttindi í Kaupmannahöfn þann 28. nóvember.

Amnesty International efnir til stórrar ráðstefnu um mannréttindi í Kaupmannahöfn þann 28. nóvember.

Gestir geta tekið þátt í umræðum með forystufólki frá Sameinuðu þjóðunum og Amnesty International, hlustað á frásagnir sjónarvotta af mannréttindabrotum í Nígeríu, Indlandi og Kenía – og lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn mannréttindabrotum. Einnig verða tónleikar með hljómsveitinni Outlandish hluti af dagskránni.

Á ráðstefnunni, sem ber heitið Amnesty IMPACT 2009 geturðu hlýtt á:

• Mary Robinson ræða um áhrif loftslagsbreytinga á mannréttindi.

• Irene Khan, framkvæmdastjóra heimssamtaka Amnesty International, ræða um breytingar á mannréttindabaráttunni og starfsemi Amnesty International.

• Nenibarini Zabbey, baráttumann fyrir mannréttindum í Nígeríu, ræða um milljarðagróða olíufélaga í árósum Níger, meðan fátækir íbúar svæðisins hafa setið uppi með stórfelld umhverfisspjöll af völdum olíuvinnslunnar.

• Naomi Barasa, yfirmann Keníaherferðar Amnesty International, ræða um vandamál í Naírobí, þar sem tvær milljónir búa í einu stærsta fátækrahverfi heimsins.

• Baráttufólk og íbúa Bhopal í Indlandi ræða um hörmungarnar tengdar eiturefnalekanum í Bhopal og áhrif hans á íbúa svæðisins 25 árum síðar.

• Ráðstefnunni lýkur með tónleikum með hljómsveitinni Outlandish.

Verð og skráning

Allir félagar í Amnesty International eru velkomnir. Þátttökugjaldið er 200 danskar krónur og 150 danskar krónur fyrir ungt fólk undir 25 ára.

Hægt er að skrá sig til þátttöku og sjá alla dagskrána á slóðinni:

www.amnesty.dk/impact2009

Skráningarfrestur er til 23. október